Skírnir - 01.01.1954, Page 192
188
Dr. Marek Wajsblum
Skirnir
reisn Póllands í baráttu Þjóðverja fyrir auknu lífsrými
(,,Lebensraum“). Samt var það fyrir áhrif frá þessum um-
ræðum, að Kazimir Krotowski setti fram nýja kenningu um
ihlutun Væringja frá Kiev við myndun pólska ríkisins. Einnig
sú kenning fékk þó ekki staðizt gagnrýni Semkowicz.
Þekking fræðimanna þessara tíma á íslenzkum sagnamönn-
um og skáldum var ónóg og um of háð milliliðum, til þess
að hún gæfi traustan grundvöll til rannsókna. Oft létu menn
sér nægja ófullkomna útdrætti í prentuðum útgáfum pólskra
miðaldarita og leituðu heimilda og raka í verkum þýzkra
fræðimanna. Að lokum beindu þó rit J. Steenstrups um vík-
ingaöldina athygli pólskra sagnfræðinga að áþreifanlegum
viðfangsefnum, er vörðuðu samskipti Póllands og Norður-
landa snemma á miðöldum. Osvald Balzer, sem gagnrýni-
lítið fylgdi skýringum þýzkra fræðimanna á íslenzkmn sagna-
ritum, rekur saman ættir nokkurra konunga Vinda og fyrstu
konunga Piastættarinnar, sem hann rekur til allra konunga-
ætta Norðurlanda. Það leiðir af sjálfu sér, að frekari athygli
hlaut að beinast að Jómsborg, næsta vettvangi pólsk-norrænna
samskipta, enda helgar Kazimir Wachowski henni rit, er út
kom 1914. Ættfræði sú, er hann og Balzer settu fram, varð
grundvöllur frekari rannsókna á stjórnmálasögu Póllands á
10. og 11. öld, einkum varð Stanislás Zakrewski til þess í
ævisögu Mieszko I. og Boleslavs hugumstóra, fyrstu pólsku
konunganna, sem sögur fara af, að skýra skipulega frá hinni
víðsýnu stjórnmálastefnu þessara Piast-konunga á Norður-
löndum.
Eins og þegar er sagt, var öll sagnkönnun þessa tímabils
reist á ónógri þekkingu á íslenzkum sagnabókmenntum og
hneigðist um of að túlkun þýzkra sagnfræðinga. Rýniaðferðir
Weibulls og hin mikilvægu rit hans komu fyrst til skjalanna
í Póllandi um 1930. Var það fyrst og fremst að þakka pról'.
Leonard Koczy, sem kynnti sér íslenzka annála og skáld á
frummálinu með hliðsjón af pólskri sögu. I fjölmörgum rit-
gerðum og rýnigreinum sýndi hann rétt mat á sagnfræði-
legu gildi þeirra og reif jafnframt til grunna þær falskenn-
ingar, sem rit Balzers og Wochowskis höfðu styrkt stoðum.