Skírnir - 01.01.1954, Side 193
Skírnir
Islenzk áhrif í Póllandi í þúsund ár
189
Það lætur að líkum, að hinar róttæku skoðanir hans mættu
mikilli mótspyrnu ýmissa fræðimanna. Þær deilur, er stóðu
allt til ársins 1939, færðu æ frekari sönnur á, hve brýn nauð-
syn það var pólskum fræðimönnum að kynna sér verulega
íslenzka tungu og bókmenntir í þágu pólskrar sögu. Siðari
heimstyrjöldin, tortíming pólskra safna af völdum Þjóðverja,
líflát og dauði margra pólskra sagnfræðinga í fangabúðum
nazista, hefur hindrað frekari þróun þeirra mála. Eftir nokk-
ur endurreisnarár hefur athygli pólskra sagnfræðinga nú enn
á ný beinzt til upphafstíma hins pólska ríkis í tilefni af
væntanlegri 1000 ára hátíð kristinnar trúar í Póllandi innan
tíðar (1966). Próf. L. Koczy er nú flóttamaður og ekki fær
til vísindastarfa, en meðal sagnfræðinga, sem vinna að þessu
efni, er próf. Mazowist, sem hlotið hefur menntun í sænsk-
um háskólum, ágætur fræðimaður um norræna sögu. Von-
andi verða rannsóknir á íslenzkum efnum því á ný hafnar
í Póllandi.
Vangaveltur vorar um gildi íslenzkra heimilda fyrir pólska
sagnritun hafa fjarlægt oss öðrum þætti þessa máls, hinu
bókmenntalega gildi þessara heimilda. Var því og lítið sinnt
af pólskum fræðimönnum á 19. öld. Geta má pólskrar þýð-
ingar á skáldsögu eftir Victor Hugo, sem efnis vegna hafði
að geyma ágætan inngang, sem kynnti pólskum lesendum
hina hugtæku og merkilegu menningu íbúa þessarrar fjar-
lægu eyjar. Enn fremur má nefna „Bókmenntasögu veraldar-
innar“ eftir J. A. Swiecicki, E. Grabowski og skáldið Edward
Porebowicz. Kaflarnir um sögu íslands, forníslenzkar bók-
menntir og gildi þeirra fyrir evrópskar bókmenntir í heild,
ásamt löngum útdráttum og dæmitextum, leiddu hina pólsku
lesendur inn í íslenzkan skáldheim. Því miður gátu höfundar
þessa rits ekki ausið af gnægtabrunnum þessum á frummálinu,
og pólsku þýðingarnar varðveittu ekki ávallt mynd og anda
hinna íslenzku kvæða, þótt læsilegar væru. Sama mál gegnir
um þýðingar og stælingar í ýmsum ljóðasöfnum pólskum.
Þótt mál þeirra sé óaðfinnanlegt frá sjónarmiði pólskunnar
og bókmenntanna, eru þær fremur endursagnir en þýðingar
(til dæmis hjá Antonio Lange).