Skírnir - 01.01.1954, Page 194
190
Dr. Marek Wajsblum
Skírnir
1 lok aldarinnar er þessum málum gaumur gefinn á nýjan
leik. Rithöfundurinn Stanislaus Przybyszenski (1868—1927)
hóf baráttu gegn þjóðfélagsstraumum „positivismans“ — bók-
menntastefnu hliðstæðri raunsæisstefnunni á Islandi, og hélt
fram ágætum nýrra áhrifa norrænna, einkum norskra bók-
mennta í nafni einstaklingshyggju í list. Pólsk þýðing á riti
Ole Hanssons „Ung Skandinavía" (1893) stuðlaði að nánari
kynnum við menningarsvið, sem áður voru að mestu hulin
pólskum lesendum. Beindist nú áhugi manna mest að norskum
og sænskum bókmenntum. Island og íslenzk menning virtust
heldur fjarlæg í tíma og rúmi. Annað var og til hindrunar,
sem dregið hefur úr áhuga á þeim vettvangi allt til síðustu
tíma. Söguleg rök stuðluðu að þvi, að pólskar bókmenntir þró-
uðust í andrúmslofti rómanskra menningarstrauma. Þrotlaus
barátta Pólverja gegn þýzkri yfirráðastefnu, skiptingar lands-
ins, tortímingarstefna Prússlands og þýzka keisaradæmisins,
sem stefndi að útrýmingu og efnahagslegri eyðingu Pólverja í
Slesíu, Poznan, Pommern og Austur-Prússlandi, allt þetta
fjarlægði Pólverja þýzkri menningu og germönskum fræðum.
Sérhver pólskur menntamaður gat lesið þýzku, sem var notuð
í viðskiptum og tækni í ríkum mæli, þýzk rit voru mjög lesin
og þýdd, en germönsk málvísindi áttu fáa fulltrúa i Póllandi.
Auk þess voru allir hinir pólsku háskólar í Galizíu, þeim
hluta Póllands, er tilheyrði Austurríki (Kraków og Lwów)
og fjarlægastur var Norðurlöndum. Fræðimenn um íslenzk
málvísindi eins og Karl Rózycki, samstarfsmaður prófessors
Maurers, urðu að vinna erlendis og voru glataðir pólskri
menningu. Þess var því vart að vænta, að áhugi væri mikill
á nýíslenzkum bókmenntum. Þó vaknaði að nýju nokkur
áhugi á forníslenzkum goðsögum meðal annars fyrir áhrif frá
Richard Wagner. 1 hinum „symbólsku“ ljóðum Tadeusar Mic-
inski má til dæmis glöggt kenna andrúmsloft Eddanna og
Völuspár.
Eftir að byltingin 1905—6 hafði farið út um þúfur, kom
nýtt afl til skjalanna í rússneska hluta Póllands. Nú reið á
að treysta hina menningarlegu og þjóðfélagslegu aðstöðu í
hinum pólitisku þrengingum, stuðla af framförum þorpanna,