Skírnir - 01.01.1954, Page 195
Skírnir
Islenzk áhrif i Póllandi í þúsund ár
191
þrátt fyrir þjakandi fátækt, þann arf, sem kúgun og aftur-
haldsstefna tzar-stjórnarinnar hafði eftir látið. Það var því
mjög eðlilegt, að menn veittu athygli reynslu norrænna þjóða.
Það var því ekki með öllu út í bláinn, að landfræðingurinn
Wactaw Nalkowski, atkvæðamikill fræðimaður á þessum tíma,
helgaði fslandi heilan kafla í riti sínu „Jörðin og maðurinn“
(1910). f þessum kafla gætir sömu skoðunar og i hinni
þriggja alda gömlu bók Daniels Vetters, þótt mál og framsetn-
ing sé mjög með öðrum blæ og Nalkowski sjálfum hafi ekki
verið það ljóst. Hann leitast þar við að sýna fram á, að gáfur,
vilji og þrek fái vel unnið bug á óblíðum aðstæðum, þannig
að einmitt erfiðleikarnir og mótlætið geti orðið sterkur grund-
völlur æðri menningar. Þá birtust einkum greinar um ísland
og íslenzk málefni í blöðum fyrir æskumenn. Rússneska
ritskoðunin misskildi ekki tilgang þessara skrifa og hafði á
þeim illan bifur. Gerði hún jafnvel upptæk pólsk blöð, er
útgefin voru i Krakow undir frjálslyndri austurrískri stjórn.
Það er ekki fyrr en eftir heimsstyrjöldina fyrri, er sjálf-
stætt Pólland hafði verið endurreist, að skilyrði gerðust hent-
ugri til nánara sambands með Póllandi og íslandi. Opin leið
að hafi skapaði að nýju skilyrði til aukinna samskipta í verzl-
un og samgöngum við Norðurlönd. Bætt skipulag pólska far-
þega- og flutningaflotans gerði kleift að leita nýrra siglinga-
leiða utan Eystrasalts, og í lok annars tugs aldarinnar er efnt
til nokkurra viðskipta milli Póllands og Islands. Jafnframt
gætir nokkurrar viðleitni meðal pólskra bænda að stuðla að
þróun eigin menningar, er rætur ætti í bændaþorpunum og
traustu sambandi við framleiðslustéttir borganna og efnahags-
lega væri reist á hinum óháða, sjálfum sér nóga búgarði og
skiptum hans við borgariðnaðinn á samvinnugrundvelli. Þessi
menningarviðleitni tefldi sveitahyggju sinni, er reist var á
menningarlegri arfleifð mállýzkna og þjóðsagna, gegn jöfn-
unaráhrifum borgarmenningarinnar. Átti hér drjúgum hlut
að árangur danskra bænda á þessu sviði. Áhugi Pólverja á
menningu Norðurlandaþjóða hafði og nú verið varanlega
vakinn.
Eins og glöggt sést af því, sem þegar er sagt, var áhugi á