Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 196
192
Dr. Marek Wajsblum
Skírnir
íslandi og íslenzkri menningu algerlega takmarkaður við
íslenzkar bókmenntir og landfræði. Frá 15. öld til endur-
reisnar pólska ríkisins var ekkert, sem freistað gat Pólverja
á úthafsslóðir. Ævintýri Daniels Vetters var undantekning.
Alla 19. öld er aðeins hægt að nefna einn Pólverja, sem kom
til Islands og lét eftir sig nokkur spor í bókmenntum. Var
það E. F. M. Chojecki (1822—1899). Hið þjakandi andrúms-
loft í Póllandi eftir hrun byltingarinnar 1830—31 olli því,
að hann fluttist til Frakklands. Vegna hæfileika sinna og
margháttaðrar reynslu fékk hann 1856 starf sem einkaritari
Napoleons Bonaparte prins og kom ásamt honum til Islands
árið eftir. Árangur þeirrar farar var rit hans „Ferð um Norð-
urhöf á þilfari korvettunnnar „Hortensa drottning“ eftir Karl
Edmund“, París 1857. Með stuttri dvöl á íslandi (30.
júní til 7. júlí) gat hann aðeins öðlazt grunnfæra þekkingu
á landi og þjóð. Hinn langi kafli um Island (bls. 1—173),
sögu þess og gildi fyrir evrópska menningu er að meiri hluta
fenginn úr öðrum ritum. Samt er það, sem höfundur ritar
frá eigin brjósti, athyglisvert og læsilegt. Nokkuð gætir þó
háðs í frásögn þessa veraldarvana manns, er hann ræðir smá-
vaxin viðfangsefni íslenzkrar hagsmunabaráttu og þröng sjón-
arsvið. Hinn alvarlegi svipur islenzkrar náttúru, fátækt og
hjartasorg þjóðarinnar höfðu á hann djúptæk áhrif. Samtöl
hans við Bjarna Jónsson rektor og nokkur kynni af menningar-
lífi Beykjavíkur luku upp augum hans fyrir gildi þess, sem
fyrir augun bar. Hálftómar hillur bókasafns staðarins vöktu
lijá honum þá hugsun, að „á Islandi er bók einungis metin eftir
því, hve mikið hún er lesin“. Smám saman skilur hann og
dáir hina miklu menningarbaráttu þessarar litlu þjóðar, ást
hennar á miklum ljóðarfi sínum og sögu, gildi þess menn-
ingaranda, sem ríkir í íslenzkum fjölskyldum og uppeldi.
Chojecki, sem sjálfur heyrði til þjóð, er háði harða baráttu
við þjakandi kúgun erlendra yfirráða, skildi til fulls ástand
landsins, sem hlaut óskipta virðingu hans og aðdáun. Eftir
för Chojecki er lengi hljótt um fsland í pólskum ferðabókum.
Áttu Pólverjar og litlar ferðir um norðlægar slóðir. Geta má
hér tveggja vísindamanna, landfræðingsins H. Arctowskis og