Skírnir - 01.01.1954, Síða 197
Skírnir íslenzk áhrif í Póllandi í þúsund ár 193
ísfræðingsins B. Dobrowolskis, sem báðir tóku þátt í íshafs-
ferðum í byrjun þessarar aldar. Próf. Dobrowolski helgar
nokkra kafla í ritum sínum íslenzkri þjóð og náttúru, en til
þeirra var safnað úr ýmsum áttum, en ekki reist á eigin
reynslu höfundar. Próf. Arctowski átti nokkur skipti við
íslenzka vísindamenn og stofnanir og taldi Island einkum
mikilvægt á sviði íshafsrannsókna.
Það er ekki fyrr en á árunum 1927—28, að pólskir ferða-
menn taka að leggja leið sína til Islands. Pólskur skáldsagna-
höfundur, F. Goetel, fer til landsins og birtir ferðasögu sína,
er nefndist „Eyjan í hinu þokusæla norðri“. Endurreisn
islenzkra atvinnuvega stóð þá sem hæst, framfarir voru stór-
stígar á flestum sviðum. Samt er hin litskrúðuga lýsing hans
sneydd athugunum á íslenzkri þjóð og athöfnum hennar, en
slíkt hefði ef til vill skipt pólskt þjóðfélag og menningu mestu.
Að vísu gætir þar sem endranær djúpra áhrifa frá hinni
rótgrónu menningu landsmanna, en svo virðist sem höfundur
hafi annaðhvort haft lélega heimildarmenn eða misskilið þá,
því að hann talar um menningarlega einangrun og einhyggju
íslenzkrar þjóðarsálar á tímum andlegrar ólgu og grósku.
Goetel samdi aðra bók um íslenzk efni, skáldsöguna „Hjarta
ísanna“. Ber hún sömu einkenni og hin fyrri, íslenzk náttúra
birtist þar í alvarlegri, þunglyndislegri fegurð, en íslenzkt
mannlíf er afskipt eða því ranglega lýst.
Það var ekki fyrr en með útkomu hins mikla rits „Bókmennt-
ir veraldar“, að stuðlað var að staðgóðri þekkingu Pólverja á Is-
landi og menningu þess. Ritstjóri þessa rits var Stansilaus
Lam. Kaflarnir um Island voru samdir af Calleman Birger
dósent og nefndust „Fornaldarbókmenntir Norðurlanda“ og
„Nýíslenzkar bókmenntir“. Var síðarnefndi kaflinn í raun-
inni fyrsta fræðsla, sem pólskir lesendur fengu um þennan lítt
kunna þátt bókmenntasögunnar. Um líkt leyti birtust margar
greinar i pólskum blöðum í tilefni af 1000 ára afmæli Alþingis,
sem þrátt fyrir framandleika sinn fann sterkan hljómgrunn
í pólsku almenningsáliti, sem var mótsnúið andþingræðisleg-
um viðhorfum þáverandi stjórnar. Þá birtust þýðingar úr ný-
íslenzkum bókmenntum, nokkur skáldrit Gunnars Gunnars-
13