Skírnir - 01.01.1954, Síða 198
194
Dr. Marek Wajsblum
Skírnir
sonar í þýðingu Leopolds Steffs og Marcels Tarnouskis, sömu-
leiðis skáldsaga eftir Kristmann Guðmundsson. 1931 birti
sagnfræðingurinn og rýnandinn Artin- Górski nokkrar þýö-
ingar úr Islendingasögum. Nefndust þær „Saga útlagans
Gísla“. Afstaða Górskis til fslendingasagnanna er mótuð af
rómantík. Gagnrýnilaust fellur hann fyrir þeirri freistingu
að álíta, að bein áhrif frá menningarheimi sagnanna hafi
miklu áorkað um myndun pólskrar menningar. Þótt þýðing-
arnar, sem eru gerðar úr þýzku, hafi lítið vísindalegt gildi,
þá er fegurð málsins hrífandi. fslenzk eiginnöfn og staðaheiti,
sem oftast eru tilgreind stafrétt í þýðingum og stundum skýrð
í skýringum, taka á sig fornar slafneskar myndir í þýðingu
Górskis, svo að textinn verður óslitin heild án framandi orða,
sem stundum koma í veg fyrir, að menn njóti til fulls þýð-
inga. Górski brást samt bogalistin í ljóðaþýðingum sínum.
Honum tókst hvorki að túlka samþjappaðan kraft efnisins
né töfra hins upprunalega forms.
Síðasta ritið, sem getið verður, kom út eftir síðari heims-
styrjöldina. Það er ef til vill góðs viti, að fyrsta ritið, sem
hirtist í hinum alþýðlega bókaflokki „Ymsar þjóðir — ýmis
lönd“, er hóf að koma út 1949, er lýsing fslands eftir Sofiu
Zalewska. Slík bók, sem hefur að geyma yfirlit yfir landa-
fræði, sögu og núverandi ástand íslenzks þjóðfélags og menn-
ingar, var nauðsynleg pólskum bókmenntum, því að önnur
rit lík voru þegar úr sér gengin og á eftir tímanum. Því mið-
ur hefur höfundur ekki haft undir höndum nýjustu heim-
ildir sakir erfiðra aðstæðna, og vanmetur hann því ef til vill
sigra íslenzku þjóðarinnar á óblíðum náttúruöflum.
Yfirlit þetta er á enda, þótt enn væri unnt að nefna ýmis
dæmi. Þau myndu samt ekki hagga þeirri staðreynd, að pólsk-
íslenzk samskipti hafa verið af skomum skammti og ísland
lítt þekkt í Póllandi og alls ekki í réttu hlutfalli við gildi
þess árangurs, er íslenzka þjóðin hefur náð á sviði menn-
ingar og þjóðfélagsmála í fortíð og nútíð. Að vísu mætti líkt
segja um afstöðu íslendinga til Póllands. Þekking íslend-
inga á pólskum bókmenntum er einkum fengin af lestri