Skírnir - 01.01.1954, Síða 199
Skírnir
Islenzk áhrif í Póllaiidi i þúsund ár
195
bóka tveggja skálda, Nóbelsverðlaunaskáldsins Henriks Sien-
kiewicz og Vladislavs Reymonts, sem báðir eru frábærir rit-
höfundar, en vart fulltrúar hins nýja Póllands. Greinar blaða-
konunnar Mariku Stiernstedt um Pólland eftir stríðið höfðu
þegar misst nýjabragð sitt, er þær birtust á íslenzku 1946. Þýð-
ing bókar Jans Karskis „Glóðu ljáir, geirar sungu“ (Ak. 1945),
sem bæði er mikilvæg heimild um sögu leynistarfseminnar
í Póllandi á stríðsárunum og hefur mikið bókmenntagildi, er
fagur minnisvarði hinnar voldugu andspyrnuhreyfingar í
Póllandi gegn hinni þýzku ógnarstjórn. Ef frá eru taldar þess-
ar tvær bækur, er alls ekki að finna í íslenzkum bókmennt-
um neitt rit um sögu og landfræði Póllands. En samt, ef rétts
hlutfalls er gætt, er mismunurinn líklega Islandi í hag. Við
skulum hafa í huga, að aðalfulltrúi upplýsingarstefnunnar á
íslandi, Magnús Stephensen, tók eindregna afstöðu í „Minnis-
verðum tíðindum" gegn ofbeldi þeirra þjóðhöfðingja, sem
kúguðu pólsku þjóðina, og fagnaði upphafi pólskrar frelsis-
baráttu af ríkri samúð. Göfugasta frelsishetja Pólverja, Tadeus
Kosciuszko (1746—1817), hlaut aðdárm Magnúsar í „Minnis-
verðum tíðindum“ og Finns Magnússonar í „Islenzkum sagna-
blöðum“. Jónas Hallgrímsson minnist hins göfuga lífs hans
í hinum eldlegu ávörpum í „Fjölni“. 1 ljósi þessa leiðarelds
endurspeglast hin göfuga mynd Kosciuszkos í íslenzkum bók-
menntum. íslenzk æska lærði um hann úr bókum Páls Mel-
steðs, Benedikts Gröndals og Karls Finnbogasonar. Stephan
G. Stephansson nýtur Kosciuszkos og arfleiðar „Fjölnis“ í hinu
stolta, innblásna kvæði sínu „Finis Finnlandiae“. Á tímum
„Vors þjóðanna“ hefur „Norðurfari“ upp rödd sina með Pól-
landi. En einkum stöndum vér Pólverjar í mikilli þakkar-
skuld við „Skírni“ fyrir hinar samúðarríku og skilningshlýju
fréttir hans í 76 ár af hinni þrautseigu baráttu pólsku þjóðar-
innar fyrir hinu sama frelsi og íslenzk þjóð stefndi að. Vér
vitum vel, að lengi sungu barnaraddir í íslenzkum skólum
„Frelsisbæn Pólverja“, þar sem þýðandinn, Steingrímur Thor-
steinsson, finnur til sömu kenndar sem og veitti Matthíasi
Jochumssyni andagift. Kóróna þessarar arfleifðar er verðuglega