Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 201
BRÉF SENT SKlRNI:
MINNINGAR
UM DR. BJÖRN BJARNASON
FRÁ VIÐFIRÐI.
Eldri lesendum Skírnis er dr. Björn Bjarnason frá Viðfirði svo kunnur,
að fyrir þeim þarf ekki að lýsa, hver mætismaður Björn var.
En sökum þess, að við viljum yfirleitt eiga sem flestar minningar um
þá, sem góðir og ágætir eru, sendi ég yður, hr. ritstjóri, þessar línur,
sem auka dálitlu við þær minningar um dr. Björn, sem áður hafa verið
prentaðar.
Hin ágætu kennslustörf dr. Björns hófust með því, að hann varð skóla-
stjóri við barnaskólann hér á ísafirði 1902. Þá hló lífið við honum. Hann
var nýkvæntur ástrikri konu, hafði nýlokið erfiðu námi með miklum
glæsileik, hafði höfuð og fang fullt af nýjum verkefnum, var enn hraust-
ur og stæltur. Lifssólin og lifslánið skein í heiði.
Þótt dr. Björn legði alúð og ástundun við kennslu og skólastjórn, var
honum það ekki nægilega stórt verksvið. Jafnframt þeim störfum beitti
Björn sér ásamt nokkrum isfirzkum borgurum öðrum fyrir félagsskap til
þess að lífga og mennta bæjarbúa. Félag þetta hlaut nafnið Menntafélag
Isfirðinga. Aðaltilgangur þess var að fræða og mennta, líka til þess að
skemmta að öðrum þræði. 1 þessu félagi flutti Björn meðal annars tvo
eða þrjá fyrirlestra um íþróttir fornmanna. Minnir mig, að þessir fyrir-
lestrar yrðu undirrót þess, að Björn skrifaði ágæta ritgerð um íþróttir
fornmanna, sem hann varði við doktorspróf í Kaupmannahafnarháskóla
og gaf síðan út nokkuð aukna í sérstakri bók, sem var mikið lesin og
þakka má, að ungmennafélögin tóku islenzku glimuna og fleiri iþróttir
fornmanna á stefnuskrá sína.
Dr. Björn varð því með þessari bók sinni einn af vökumönnum þjóðar-
innar. Ég vil gjarna bæta við: eiim hinna ágætustu vökumanna vegna
mikils áhuga, einlægrar þjóðrækni og ágætrar menntunar.
Það var hugsjón dr. Björns, að æskulýður Islands yrði gæddur hraustri sál
í hraustum líkama. Ósk hans var sú, að æskan færi glöð og reif til starfa,
að manndómur, menntun og göfgi færu jafnan vaxandi, drungi og deyfð
þokaðist sem lengst fjarri.
Sanna dáð og djörfung æskunnar vildi dr. Björn efla. Hann vildi gefa
æskunni trú á sjálfa sig, landið og þjóðina.
Þegar dr. Björn flutti frá Isafirði, var hann kvaddur með þessari kveðju
séra Lárusar Thorarensens: