Skírnir - 01.01.1954, Page 204
TVÖ DOKTORSRIT,
I.
AndmælaræSa Björns K. Þórólfssonar
viS doktorsvörn GuSna Jónssonar 12. des. 1953.
Guðni Jónsson: Bólstaðir og búendur í Stokkseyrarhreppi. Reykjavik
1952. Prentsmiðjan Hólar h.f.
Bók sú, sem hér liggur fyrir til doktorsvarnar, er geysimikið fróðleiks-
safn um sveit, sem er lítil í landfræðilegum skilningi, þar sem er núver-
andi Stokkseyrarhreppur. Eins og fram kemur í formála doktorsefnis, er
bókin bundin við þann hrepp, en tekur ekki yfir Stokkseyrarhrepp forna,
sem var miklu stærri. Að vísu eru íbúar sveitar þeirrar, sem hér er um
fjallað, margir að tiltölu við landrými, og hefur lengi svo verið.
Þessi bók er fyrst og fremst byggðarsaga. Að vísu nær ættfræði hennar
langt út fyrir Stokkseyrarhrepp og einnig út fyrir Árnesþing. En það eru
ættir Stokkseyringa, sem verið er að rekja.
Efni slíkrar bókar sem þessarar er að mörgu leyti erfitt viðfangs þeim,
sem ekki eru kunnugir í sveitinni, sem hún fjallar mn. Flestir, sem ekki
eru tengdir sveitinni persónulegum böndum, beina huganum einkum að
þeim þáttum sveitarsögunnar, sem helzt koma við landssöguna með stór-
viðburðum hermar og ferli þeirra, sem stýrt hafa auði eða haft manna-
forráð.
Einn þeirra þátta byggðasagna, sem hljóta að koma við landssöguna
í venjulegum skilningi, er sagan um eignarhald og eigendaskipti jarða.
Eg minni á slikan stórviðburð sem sala stólsjarða var. Og sagan um
eignarhald, kaup, sölur og eigendaskipti jarða þeirra, sem bændaeignir
teljast, er oft mjög lærdómsrík, þegar ræða skal eða rita um hagsögu
lands vors.
1 sambandi við þessa bók hef eg sérstaklega valið mér það viðfangsefni
að kanna heimildir um eigendur jarða í Stokkseyrarhreppi. Skal eg nú
gera grein fyrir því, sem eg hef orðið vísari og annaðhvort leiðréttir staði
í bók doktorsefnis eða fyllir eyður hennar að meira eða minna leyti.
Eg byrja á höfuðbóli sveitarinnar, Stokkseyri.
Doktorsefni telur (bls. 129), að Sæmundur sá, sem átti Stokkseyri og
mun hafa búið þar um miðja 15. öld, hafi verið sonur Jóns Ófeigssonar
og Guðrúnar Sæmundardóttur, sem áttu Brautarholt og Hof á Kjalarnesi,
Skarð á Landi og einnig jarðir í Húnaþingi. Hér má fyrst gera þá athuga-