Skírnir - 01.01.1954, Side 205
Skírnir
Bólstaðir og búendur
201
semd, að föðurnafn Sæmundar finnst ekki í heimildum. Það kemur að
vísu fram í bréfi dagsettu á Holtastöðum í Húnaþingi 12. marz 1405
(DI IX, 26—27), að Jón og Guðrún hafa átt son, sem Sæmundur hét.
En þar sem það er mjög ólíklegt, að þau hafi nokkurn tíma eignazt
Stokkseyri, enda heldur doktorsefni því ekki fram, er engin ástæða til
að ætla, að þessi sonur þeirra sé sami maður sem Sæmundur sá, er þá
jörð átti. Aftur á móti væri það ekki ósennilegt, að Sæmundur á Stokks-
eyri hefði verið sonur Jóns Brandssonar, sem ótti þar jörð og kirkju um
aldamótin 1400 og framan af 15. öld, eins og doktorsefni getur um. —
Það er óvíst með öllu, að Sæmundur á Stokkseyri sé sá sami Sæmundur
Jónsson, sem afhenti stað í Hrepphólum 1444 (DI IV, 662). Um þann
Sæmund, sem þá afhendingu annaðist, er líka allt óvíst, engin vissa fyrir
því, að hann hafi verið sonur Jóns Ófeigssonar og Guðrúnar, og það
kemur ekki fram í afhendingarbréfinu, að Sæmundur hafi búið í Hrepp-
hólum, þó að Jón Þorkelsson telji, að svo muni hafa verið. Þess ber að
gæta, að Hrepphólar voru beneficium, og mætti vel vera, að Sæmundi
þessum hefði verið falin afhending staðarins, þó að prestur hefði haldið
hann, en væri nýlega farinn eða dáinn.
Það er ekki með öllu rétt (bls. 118), að Þórdís Markúsdóttir (Stokks-
eyrar-Dísa) hafi keypt af systrum sinum allt, sem þær erfðu í vesturparti
Stokkseyrar. Guðmundur Vest Jasonarson, maður Þórdísar, keypti erfða-
lilut Guðrúnar, systur hennar (kaupbréf upp lesið á alþingi 1693). Erfða-
hlut Guðríðar Markúsdóttur, sem var gift Londemann, keyptu þau hjón
bæði, Guðmundur og Þórdís (kaupbréf 18. ágúst 1696, alþingisbók 1697).
Vesturpartur Stokkseyrar var því eign þeirra beggja, eins og jarðabók
Árna Magnússonar og Páls Vídalíns gerð 1708 hermir. En segja má, að
þessi ónákvæmni skipti ekki miklu máli, þar sem Þórdís varð eigandi alls
vesturpartsins að maimi sínum látnum og sú jarðeign gekk síðan til niðja
hennar, eins og doktorsefni greinir réttilega frá.
Doktorsefni telur (bls. 231 og 366), að hjáleigan Rauðarhóll, sem
skiptist í Eystri og Vestri Rauðarhól, hafi fylgt Stokkseyrartorfunni þar
til i byrjun 19. aldar. Það er ekki rétt, að sú hjáleiga hafi fylgt höfuð-
bólinu svo lengi. Þórdis Jónsdóttir seldi Jóni Ingimundarsyni hana fyrir
10 rdl. courant 16. desember 1793 (alþingisbók 1797, bls. 44).
Víkjum nú að austurparti Stokkseyrar.
Brynjólfur sýslumaður Sigurðsson átti þann helming höfuðbólsins, eins
og doktorsefni hermir. En hitt mun vera rangt hjá doktorsefni, að Einar
Brynjólfsson lögsagnari hafi erft þá jarðeign eftir föður sinn. Einar and-
aðist 1785, og gengu jarðir þær, sem hann átti, til ekkju hans og barna
hennar af síðara hjónabandi. En Einar Brynjólfsson yngri, bróðir Einars
lögsagnara, veðsetur 10. júlí 1789 Þorsteini Jónssyni, mági og skjólstæð-
ingi Hannesar biskups Finnssonar, hálfa Stokkseyri með tilheyrandi ábýl-
um fyrir 150 rdl. croner, 1. veðrétt (alþingisbók 1789, bls. 70 efst). Af
þessu er auðsætt, að Einar Brynjólfsson yngri, en ekki bróðir hans, hefur