Skírnir - 01.01.1954, Síða 206
202
Tvö doktorsrit
Skírnir
erft austurpart Stokkseyrar eftir föður þeirra. Doktorsefni hefur farið
eftir skrá um jarðeigendur, sem Steindór sýslumaður Finnsson hefur
skrifað i manntalsbók Árnessýslu 1773 (skráin er ekki í þingbók sýslunnar,
eins og stendur hjá doktorsefni). En þó að skrá þessi sé góð heimild, verður
að gera ráð fyrir því, að menn kunni að vera skrifaðir fyrir jarðeignum,
ef þeir standa í fyrirsvari um þær, jafnvel þó að þeir séu ekki sjálfir
eigendur jarðanna. Einar yngri var við nám í Danmörku 1773, og var
eðlilegt, að lögsagnarinn hefði með höndum fyrirsvar jarða, sem yngri
bróðir hans átti.
Þar sem sagt er frá kaupum Jóns Þórðarsonar á austurparti Stokkseyrar,
sem gerðust árið 1848, hefði átt að geta þess, að samkvæmt jarðabók þeirri,
sem löggilt var 1. apríl 1861, hækkaði dýrleiki Stokkseyrar með hjáleig-
um úr fornu mati, 60 hdr., upp í 110.2 hdr. Raunverulegt verðmæti Stokks-
eyrar 1848 hefur auðvitað farið miklu nær mati jarðabókarinnar 1861
en forna matinu, sem var margra alda gamalt. Sé þetta athugað, verður
það skiljanlegra, að Jón Þórðarson keypti jörðina svo dýrt sem hann
gerði. Hann galt fyrir hálfa Stokkseyri 3000 rbdl. r. s., eða 100 dali fyrir
jarðarhundraðið, ef miðað er við forna matið.
Afsalsbréfið (bls. 120—21) er ekki alveg rétt upp tekið, en villurnar
munu tæplega skipta máli um efni bréfsins.
Þá er að ræða um aðrar jarðir, sem Brynjólfur sýslumaður átti í
Stokkseyrarhreppi.
Doktorsefni telur réttilega, að Brynjólfur hafi, auk austurpartsins á
Stokkseyri, átt jarðimar Traðarholt, Holt og Brattsholt með hjáleigum.
Alþingisbækur gefa nokkurar vísbendingar um það, hvenær hann hafi
eignazt þessar jarðir. Eignarlýsing hans á Brattsholti og 20 hdr. í Traðar-
holti er skráð í alþingisbók 1751, og í alþingisbók 1768 er skráð eignar-
lýsing hans á Holti. Að vísu eru jarðirnar í bæði skiptin boðnar óðalborn-
um til innlausnar, en eg hef ekki orðið þess var, að þeir hafi leyst þær
til sín, og tel eg því vist, að eignarlýsingar Brynjólfs hafi staðið óraskaðar.
Víst er, að hann átti þessar jarðir, þegar hann dó, 16. ágúst 1771. Það
sannar uppskrift yfir dánarbú hans, en hún er til í frumriti í handriti
Landsbókasafnsins IBR 12, fol. Uppskriftinni var lokið 2. desember 1772.
Skiptagjörð eftir Brynjólf mun ekki vera til.
Doktorsefni ályktar eftir skrá þeirri um eigendur jarða í Árnessýslu,
sem eg gat um éðan, að Einar Brynjólfsson lögsagnari hafi erft allar þær
jarðir, sem faðir hans átti í Stokkseyrarhreppi. Eg sýndi áðan fram á, að
þetta er ekki rétt um austurpart Stokkseyrar, og Einar mun ekki hafa
eignazt Brattsholt nema að helmingi. En ráða má af arfaskiptum frá 19.
öld og öðrum heimildum, að hann hafi átt Holt, Traðarholt og hálft
Brattsholt.
Einar lögsagnari Brynjólfsson var kvæntur Jórunni, dóttur Sigurðar
landþingsskrifara Sigurðssonar á Hliðarenda, og bjuggu [)au á Barkar-