Skírnir - 01.01.1954, Side 207
Skírnir
Bólstaðir og búendur
203
stöðum og Hlíðarenda í Fljótshlíð. Þeim varð ekki barna auðið, en þau
arfleiddust (kgl. staðfesting á erfðaskránni dagsett 23. janúar 1784, lesin
upp á alþingi 1785). Einar dó 21. febrúar 1785, en ekkja hans giftist 26.
apríl árið eftir síra Gísla Þórarinssyni í Odda. Börn þeirra voru Sigríður,
síðari kona Isleifs Einarssonar dómstjóra, og síra Sigurður Thorarensen,
sem síðast var prestur í Hraungerði.
Doktorsefni hefur ekki gefið gætur að síðara hjónabandi Jórunnar
Sigurðardóttur og þá auðvitað ekki athugað hitt, að börn hennar og síra
Gisla erfðu þær jarðir, sem fyrri maður hennar hafði átt.
Doktorsefni er ekki kunnugt um eigendur Traðarholts eftir Einar
Brynjólfsson, þangað til síra Sigurður Thorarensen í Hraungerði seldi
hálfa jörðina 1838 og Vigfús, sonur sira Sigurðar, hinn helminginn 1845.
Hér gætir þess eins og víðar, að doktorsefni hefur ekki notað jarðabókina
1803. Þar er síra Gísli í Odda skráður eigandi Traðarholts með hjáleig-
um, og hefur hann auðvitað fengið jörðina með konu sinni. Síra Sigurður
hefur erft jörðina eftir foreldra sína og Vigfús, sonur hans, þann helm-
ing hennar, sem faðir hans seldi ekki.
Doktorsefni greinir ekki eigendur Holts eftir Einar Brynjólfsson, þangað
til Þorleifur á Háeyri er orðinn eigandi jarðarinnar. Hér er allmikil
eyða í tíma, en hana má fylla að mestu eða öllu leyti. Síra Gisli í Odda
fékk Holt ósamt hjáleigunni Breiðamýrarholti með konu sinni (skráður
eigandi í jarðabókinni 1803). Sigríður, dóttir þeirra hjóna, ekkja Isleifs
dómstjóra Einarssonar, andaðist að Selalæk á Rangárvöllum 8. febrúar
1860, og kom þessi sama jarðeign til skipta eftir hana (skiptafundur 7.
september 1860, skiptabók Rangárvallasýslu). 1 þeim skiptum var hjá-
leigan Breiðamýrarholt skilin fró heimajörðinni. Valgerður Gísladóttir,
sonardóttir Sigiíðar, hlaut hjáleiguna, enda er doktorsefni kunnugt um, að
Valgerður hafi átt Breiðamýrarholt. Heimajörðin, Holt, kom í erfðahlut
Jóns, bróður Valgerðar. Hann fór alfari til Ameríku 1870 og hefur vafa-
laust selt jörðina, áður en hann fór af landi burt. Þorleifur á Háeyri var
þá fyrir löngu orðinn auðugur maður, og er ekki ósennilegt, að hann
hafi keypt Holtið af Jóni Gíslasyni.
Doktorsefni segir réttilega, að síra Guðmundur Magnússon á Kálfa-
tjöm, tengdasonur Brynjólfs sýslumanns Sigurðssonar, seldi hálfa jörðina
Brattsholt Egli Sveinbjarnarsyni, bónda í Innri-Njarðvík, 1802. Ekki þarf
að efa það, að þessi jarðarpartur hafi verið föðurarfur Ingibjargar, konu
síra Guðmundar, þó að Steindór sýslumaður skrifi Einar BrynjóKsson fyrir
Brattsholti öllu. Doktorsefni er ókunnugt um eigendur Brattsholts eftir
Einar Brynjólfsson og Egil Sveinbjarnarson, þangað til Þórður Pálsson
bóndi í Brattsholti keypti jörðina 1870. Því miður hef eg ekki föng á að
fylla þessa eyðu alveg, en hægt er að minnka hana, svo að um muni.
Egill Sveinbjamarson andaðist 25. febrúar 1808. Skiptagjörð eftir hann
hófst 28. september 1808 og var lokið 23. febrúar 1809 (skiptabók Gull-