Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 209
Skirnir
Bólstaðir og búendur
205
nærri sem skyldi notað heimildir um eigendur jarða. Þetta verður að teljast
allverulegur galli á bókinni.
Ekki tel eg það ámælisvert, þó að stundum væri hægt að rökstyðja
niðurstöður doktorsefnis betur en gert er i bókinni, ef þær á annað borð
eru réttar. Þó skal nefna eitt dæmi. Sú skoðun doktorsefnis, að jörðin
Sel hafi orðið kirkjujörð á 15. öld fær frekari stuðning, ef vel eru athug-
aðar sölur Stokkseyrar 1464 og 1471, sem doktorsefni skýrir réttilega frá.
Kaupverð það, sem þá er goldið fyrir Stokkseyri, ber það með sér, að
land það, sem fylgir lögbýlinu Seli (Efra Seli og Syðra Seli) hefur ekki
verið í kaupunum. Sú jörð mun hafa orðið eign Stokkseyrarkirkju ein-
hvern tima á árabilinu 1397—1464.
Meginefni bókarinnar er um ábúendur jarða og annarra býla í Stokks-
eyrarhreppi og ættfólk þeirra. Til þess að sýna, hversu fyrirferðarmikið
þetta efni er, skal á það bent, að mannanafnaregistrið aftan við bókina er
66 tvidálkaðar blaðsiður, en bókin þar fyrir utan með formála og heimilda-
skrá 396 bls. Enda segir doktorsefni í formála, að ritið sé handbók um
Stokkseyringa.
Eg hef prófað ábúendatölin á víð og dreif. Ekki hef eg fundið villur í
þvi, sem eg hef athugað, en sízt mundi eg kalla það tiltökumál, þó að
villur fyndust í svo umfangsmiklum upptalningum sem ábúendatölin eru.
Annað mál er það, að mannlýsingar og sögur mættu oft missa sig.
Eins og eg drap á í upphafi máls míns, skipar ættfræðin mikið rúm í
þessari bók. Það efni hef eg ekki tekið til sérstakrar athugunar, enda er
það ekki annarra meðfæri en ættfræðinga, sem sérfróðir eru í ættum
Árnesinga. Þó skal bent á eitt atriði. Doktorsefni notar bók sina, Bergs-
ætt, sem kom á prent 1932, á þann hátt, að teknir eru úr henni orðréttir
kaflar upp í meginmál þessarar bókar. í Bergsætt er oft getið um fólk,
sem enn er á lífi, og hafa ævikjör þess margvíslega breytzt, síðan sú bók
kom á prent. Að vísu kemur það fram í formála doktorsefnis, að Bergs-
ætt er eldri en sú bók, sem hér liggur fyrir, en þetta hefði samt þurft
að taka rækilegar fram.
Eg hef talað mest um það, sem aðfinnsluvert er hjá doktorsefni. En þó
að margt megi finna að þessari bók, má ekki vegna gallanna gleyma
þeim kostum, sem hún hefur. f henni er dreginn saman svo mikill fróð-
leikur, að ekki verður jafnað við annað en hafsjó. Það verða vafalaust
margar sveitir hér á landi, sem öfunda Stokkseyringa af því fræðasafni,
sem þeir eignast hér um sveit sína að fornu og nýju, forfeður sína, sjálfa
sig og ættfólk sitt. Flestum inundi virðast heimildaskráin aftan við bókina
allmikil, en sú skrá lætur í raun og veru lítið yfir sér. Þar felst meira
undir en lesandi sér i fljótu bragði. Aðdrættirnir til bókarinnar eru stór-
virki, enda hefur þess orðið vart fyrr, að doktorsefni er vel sýnt um að
draga saman efni úr mörgum áttum. Guðni Jónsson á að baki langan
fræðimannsferil, sem sýnir vel verki farinn mann, og er í tölu mikil-