Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 210
206
Tvö doktorsrit
Skírnir
virkustu fræðimanna. Mér er því sönn ánægja að nota þetta tækifæri til
að árétta þá tillögu okkar nefndarmanna, að honum mætti veitast sá
frami, sem hann æskir eftir.
Athugasemd:
Hér að framan segir, að hjáleigan Rauðarhóll væri seld 1793, en það
mun aðeins vera Vestri-Rauðarhóll, sem átt er við á þeim stað í alþingis-
bók, sem til er vísað.
II.
Ágrip af andmœlarœðu Einars Ól. Sveinssonar
viÍ5 doktorsvörn Halldórs Halldórssonar 12. júní 1954.
Halldór Halldórsson: íslenzk orðtök. Drög að rannsóknum a mynd-
hverfum orðtökum í íslenzku. Htgefandi: ísafoldarprentsmiðja h.f. Reykja-
vík 1954.
Bók þessa sendi höfundur heimspekideild háskólans sem doktorsritgerð,
og fór vörn hennar fram 12. júní 1954. Andmælendur voru próf. Alexander
Jóhannesson og sá, er þetta ritar. Hefur talazt svo til milli ritstjóra Skírnis
og mín, að ég gerði hér nokkra grein fyrir andmælum mínum. Nú var
ræðan miklu lengri en svo, að unnt sé að birta hana í heilu lagi, og er
þá ekki annars kostur en reyna að velja úr þau atriðin, sem veigamest
eru og helzt er ástæða að varðveita. Sparðatíningi, svo sem prentvillum,
pennaglöpum og öðrum smáyfirsjónum, sleppi ég með öllu.
1 bókinni er fjallað um efni, sem lítt hefur verið rannsakað áður (helzt
er að nefna ritgerð Finns Jónssonar í Skírni 1912 og orðabækurnar), og
eru þó orðtök, þar á meðal orðtök i óeiginlegri merkingu, „myndhverf“
orðtök, eitt af því, sem gefur íslenzkunni svip. Veit ég með vissu, að
bókin er mörgum manni aufúsugestur. Vonandi fylgja fleiri bindi í kjöl-
far henni. Auk þess eru mörg efni úr íslenzku máli, sem taka þyrfti með
sama hætti og hér er gert þetta efni, í senn vísindalega og alþýðlega.
Sögulega rannsókn vantar á málsháttafjársjóðum íslenzkunnar, nafngiftar-
siðum vorum; þá vantar alþýðlegar bækur um orðaforða og merkingar,
samheitaorðabók o. s. frv.
Ht frá þessum „óskaseðli" mínum verður mér hugsað til skólanna. Bók
sem þessi ætti að geta orðið mörgum kennara að liði í tilraun hans að
gera kennslu sína fjölþættari. Ekki skal ég amast við vísindalegum rann-
sóknum á setningafræði, þær eiga heima í háskólum eins og rannsóknir
annarra þátta málsins. En við einhvern hrapallegan misgáning hefur setn-
ingafræðin orðið einn aðalþáttur íslenzkukennslunnar í gagnfræðaskólum