Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 211
Skírnir
Islenzk orðtök
207
og menntaskólum og um leið orðið dragbítur á áhuga margra ungra
manna og kvenna á íslenzku máli. Menn segja, að setningafræðin sé nauð-
synleg vegna greinarmerkjasetningar. íslenzk tunga er helgidómur, en
eru reglurnar um greinarmerkjasetningu helgidómur? Ég hef aldrei getað
komið })ví inn í höfuðið, að greinarmerki hafi nokkurn tilgang, nema }iau
væru lestrar- og skilningsmerki. Ég skal að vísu ekki fara lengra út í
þessa sálma hér, en það er ekki óeðlilegt, að hugur manns hvarfli að
þessu við lestur bókar þeirrar, sem hér ræðir um. Skal ég nú víkja nokkru
nánar að henni.
„íslenzk orðtök" er 416 bls. að lengd, snotur og vel prentuð, og skiptist
hún í þrjá kafla. Fyrstu 60 bls. fjalla um skilgreiningar og fyrirbrigði
almenns eðlis í sögu merkingar og myndar orðtakanna. Annar kafli, sem
er 28 bls., gefur yfirlit yfir það, hvert orðtökin eru sótt, hvort þau eru
innlend eða erlend að uppruna og úr hvaða sviði þjóðlifsins þau eru. Hér
er stuðzt við niðurstöður þriðja kaflans, þar sem tekin eru til rannsóknar
830 orðtök, sem notuð eru í myndhverfri merkingu í íslenzku. Höf. hefur
tjáð mér, að nærri muni láta, að með tveim slikum söfnum sem þessu
muni unnt að gera öllum þorra orðtaka í íslenzku, þeim er af þessari
tegund eru, nokkurn veginn skil. Sýnir það vel, af hve miklu er að taka,
en einnig, hve mikið er hér fram lagt.
Höf. er kunnur af fyrri ritum sínum um málfræði, og eru þeirra
fyrirferðarmest „Stafsetningarorðabók" (1947) og „fslenzk málfræði"
(1950). Kjörsvið hans við háskólann var merkingarfræði, og úr henni er
efni ritgerðarinnar „Um hluthvörf", sem út kom 1939 í „fslenzkum fræð-
um“. í þessari bók dyljast ekki heldur hin föstu tök merkingarfiæðingsins
á sleipu efni. öll ber bókin vitni víðtækri þekkingu hans á miklu efni,
hún sýnir ótvíræða vísindalega hugsun og kunnáttu, nákvæmni og skarp-
leik og skýrleik.
Rannsókn þessi er söguleg, ritið nær yfir allar aldir íslands byggðar.
Hvernig átti höf. að safna dæmum um orðtökin á þessu langa tímabili?
Það liggur í augum uppi, að hér varð hann að miklu leyti að styðjast
við annarra verk, því að ef hann hefði ætlað að orðtaka allt sjálfur, hefði
verkið orðið óendanlegt og bókin aldrei komið út. Hann hefur þá fyrst
og fremst stuðzt við orðabækur þær, sem til eru um hin ýmsu tímabil
tungunnar, enda hafa allir orðabókarhöfundar haft opin augu fyrir orð-
tökum. Um siðari aldir, einkum tímabilið 1540—1800, hefur hann haft
ómetanlegt gagn af seðlasöfnum hinnar vísindalegu orðabókar háskólans,
sem í smíðum er undir stjórn Jakobs Benediktssonar.
Það er augljóst mál, að vanalega kemur að engri sök, þó að ekki séu
kunn dæmi um notkun einhvers orðtaks frá öllum öldum íslands byggðar.
Ef dæmi eru um notkun þess í eiginlegri og myndhverfri merkingu frá
fornöld og til dæmis frá 19. öld og ekki er vafi á, að það hafi varðveitzt
í mæltu máli, skiptir litlu um dæmi frá öldunum þar ó milli. Auðsjáan-
lega er ástæða að kosta kapps um, 1) að tilgreina hverja mynd og hvert