Skírnir - 01.01.1954, Side 212
208
Tvö doktorsrit
Skírnir
afbrigði, sem til er af hverju orðtaki, og 2) reyna að finna hin elztu
dæmi hvers eina.
Þetta hefur höf. gert eftir mætti, og er bók hans afrek og sönn fróð-
leiksnáma í þessu efni, en eins og heimildum er háttað, er ekki annars
að vænta en finnast kunni eitt og annað til viðbótar því, sem hann hefur
saman dregið, stundum eldri dæmi, stundum ýmislegur fróðleikur, sem
betra er að hafa en án að vera. Verða hér á eftir nefnd dæmi þess.
Stundum koma orðtök bókarinnar fram í málsháttum. Saga islenzkra
málshátta er enn nærri óplægður akur. Líklegt má þó þykja, að allur
þorri málshátta sé ekki alls kostar ungur, en fjölmargir þeirra ævagamlir.
Ég hef því bætt allmörgum dæmum um tengsl málshátta og orðtaka við
þau, sem í bókinni eru nefnd.
Allmikla rækt hefur höf. lagt við að sýna, þegar íslenzkt orðtak á sér
hliðstæðu erlendis, og hefur hann unnið þar mikið og gott verk. Þessa
líkingu má vitanlega skýra á ýmsa vegu; sumt má vera arfur frá land-
námsöld, annað má vera frá næstu öldunum þar á eftir — og svo er
sumt án efa komið hingað úr öðrum málum á síðari öldum (sbr. orð
höf. á bls. 61 o. áfr.). Einu og öðru af þessu tagi má bæta við útlistun
hans, svo sem von er til.
Loks er að geta um skýringar einstakra orðtaka. Á bls. 23—31 hefur
höf. gert ágætlega grein fyrir markmiði sínu og aðferðum, tormerkjum
almenns eðlis, sem á eru um skýringar o. s. frv. Oft er orðtakið til í
eiginlegri merkingu í fornu máli og jafnvel nýju, og liggur þá að jafnaði
allt ljóst fyrir, þó að erfið smáatriði geti víða skotið upp kollinum. En
hitt er miklu oftar, að minnsta kosti í þessu safni, að orðtakið er ekki í
notkun í mæltu máli í eiginlegri merkingu, og, eins og höf. tekur fram,
verður þá að beita tilgátum til skýringar og getur brugðið til beggja
vona um örugga niðurstöðu. Til dæmis geta svipuð orð verið höfð um
mismunandi atvinnuhætti eða önnur svið þjóðlífsins, og má þá vera úr
vöndu að ráða. Reynir mjög á getspeki, og stundum verður ráðning ekki
fundin, nema menn detti ofan á hana að kalla. En aðra leið er ekki unnt
að fara.
Þegar ég lít á skýringar orðtakanna í þessari bók, er þar fjöldinn allur,
sem mér sýnist efalaus. Þá er annar mikill flokkur, þar sem mér þykja
skýringar höf. mjög tækilegar. En svo er líka allmikið af skýringum, sem
ég geri hvorki að játa né neita; oft eru þá fræðimenn sundurþykkir, og
hefur engum tekizt að sannfæra mig. Loks eru svo sumar skýringar höf.,
sejn mér þykja hæpnar, og nefni ég sumar þeirra hér á eftir.
Athugasemdir mínar varðandi þessi efni og nokkur önnur hef ég fært
saman í einn bálk, svo að auðveldara sé að finna og þær komi að betri
notkum þeim, sem áhuga hafa á þessu máli. Ef einhverjum þætti þessi
bálkur langur, þá er það fljótsagt, að það er á einskis manns færi að
gera slíka bók sem þessa svo úr garði, að ekki megi mörgu við bæta eða