Skírnir - 01.01.1954, Side 213
Skírnir
íslenzk orðtök
209
athugasemdir við gera. En vera má, að viðbætur minar geti orðið að
einhverju liði höf. eða öðrum við frekari rannsóknir þessa efnis.
Bls. 37—38 er getið um orðtakið „binda um heilt“. „Er um heilt bezt
at binda“ stendur í Laxdælu, „Þykki mér bezt um heilt at binda“ í
Heimskringlu. Varla þykir mér full grein vera gerð á þessu orðtaki, nema
skorið sé úr, hvort það stendur i nokkru sambandi eða engu við alkunnan
miðaldaorðskvið, sem mun koma fyrst fyrir í ritinu Salomon og Markolf
og hljóðar svo: Qui sanum suum digitum ligat, sanum dissolvit. Siðan
kemur hann fyrir í ýmsum málum og í ýmsum myndum. Sjá Samuel
Singer: Sprichwörter des Mittelalters I 45—47.
Bls. 48—49 er fjallað um orðtakið „leika á als oddi“ (sbr. nr. 13—14,
bls. 95). Það er til í ýmsum myndum. Elzta dæmi höf. er úr Hrólfs sögu
kraka, „leika alsolla", og er það svo í útg. F. J. eftir handriti séra Jóns
Erlendssonar í Villingaholti. Sum önnur pappírshdrr. hafa annað, og
meðan ekki hefur verið samin ættarskrá handritanna, er ekki alveg víst,
hvað staðið hafi í skinnbókinni, sem þau munu öll frá komin. En geta
má þess, að i orðabók Magnúsar Qlafssonar, sem út kom 1650 (Specimen
Lexici Runici), en samin mun um 1636, er einnig sagt, að orðtakið sé
úr Hrólfs sögu, en í myndinni: „allt er sem leiki á als odda“, og er það
þýtt: „omnia versari velut in cuspide vel subulæ acicula". Geta má þess, að
orðabók Magnúsar Ölafssonar er ekki alveg óbreytt í Specimen, og er
skylt að hafa það í huga. — Eftir Specimen er orðtakið tekið upp i máls-
háttasafn Peders Syvs. — Vera má, að myndin „alsolla" sé rétt, en þegar
þess er gætt, að í fornu máli var til „at vera á vandar veifi“ (Heiðarv. s.,
ísl. fornr. III 258) og „bifask á brodds oddi“ (Fjölsvinnsm., 32. v.) —
að vísu í öðrum merkingum -—, þætti mér þörf nánari athugunar á þessu.
Bls. 91—93, nr. 1 „gera aðsúg að e-m“. Hér hefði verið rétt að geta
þess, að í orðabók Magnúsar Ólafssonar (Spec. Lex. Run. 19) stendur
þetta: „ad bora ad sug, metaphorice pro Impetere, compingere arte et ictu.
Metaphorica locutio ab industria fabrorum, qvi terebris ligna perforant,
ita ut compago qvám arctissime nectatur clavis".
Bls. 96, nr. 17 „E-m liggja andvirki nær garði“. Hér hefði mátt geta
þess, að Páll Vídalín fjallar um orðið andvirki í Skýringum yfir fornyrði
lögbókar (Rv. 1854), bls. 87—88.
Bls. 97, nr. 19 „Fara úr öskunni í eldinn". Nefna má það út af þessu
tökuorðtaki, að nokkuð gamalt hefur verið hér á Norðurlöndum orða-
sambandið aska og eliur. Það kemur fram í öllum hinum norrænu
myndum orðtaksins, en sbr. einnig Pétur Lála: „Hvo ild vil have, han
skal lede i asken" og íslenzku málshættina: „Sá, sem eld vill fá, verður
að leita í öskunni", „Lengi lifir eldurinn í öskunni", „Þú kveikir eld af
kaldri ösku“ (F. J.); ,eldur ok aska‘ kemur fyrir í Ivens sögu 123V
Bls. 102, nr. 38 „Vera einn af átján". Hér nefnir höf. málsháttinn
„ærnir þykja óvinir, þar átján mætast" og vitnar til málsháttaskrár Jóns
Rúgmanns. Geta hefði mátt þess, að hann er líka í Snorra-Eddu (útg.
14