Skírnir - 01.01.1954, Blaðsíða 214
210
Tvö doktorsrit
Skirnir
F. J. 1900, bls. 144), þar stendur: „Œrnir þvkkja óvinir, þeim er ótján
moetir.“
Bls. 103, nr. 39 „Ríða baggamuninn". Þessi mynd orðtaksins hlýtur að
vera afleidd og merkja í rauninni s. s. „ríða af baggamuninn". Það er
óhugsandi, að maður vilji „gera eða auka þyngdarmun bagga". Það er
eins og málshátturinn segir: „Jafnir baggar fara bezt“. 1 sambandi við
þetta orðtak skal ég drepa á nr. 44 „Hafa hönd í bagga með e-m“ (bls.
104). Ég skil þetta ekki svo, að það merki að hafa hönd á bagga e-s til
að lyfta h-m eða þvilíkt, heldur sé átt við, að maður gengur eða ríður
með hesti, sem hallast á, og hefur hönd í bagga til að tryggja, að vel fari.
Bls. 104—05, nr. 46 „Vera með böggum Hildar". Orðtakið er torskilið,
og bætir það ekki um, að Hannes Finnsson hefur það í annarri mynd.
Ef treysta mætti nútiðarmynd orðtaksins, kynni að mega skýra það svo,
að um orðaleik væri að ræða. Valkyrjan Hildur hefur auðvitað haft
sverð, sem hékk við síðu henni, var baggi hennar, og sverð hét Iv v Q1:
mætti þetta þá vera líkt því, þegar hugraunir voru táknaðar með „Öðins
haukar“ í rimum. Þessi skýringartilraun er hér sett fram með fyrirvara.
Bls. 107, nr. 51 „Snúa bökum saman“. Hér má bæta því við, að í
Göngu-Hrólfs sögu stendur: „Hrólfr bað menn sína snúast á móti ok horf-
ast at bökurn" (Fas.1 III 354).
Bls. 111, nr. 58 „Klóra í bakkann". Merking sú, sem Blöndal tiltekur
(undir bakki), er mér vel kunn.
Bls. 114, nr. 68 „Brimar fyrir barða". Hér vitnar höf. til frásagnar
séra Jóns Steingrimssonar um Kötlu í Þykkvabæ (Safn t. s. Isl. IV 192—
193), en af henni má ráða, að orðtakið og Kötlusagan hafi verið til á
17. öld. Jón segir: „Alkunnugur er sá málsháttur í landi voru: Ekki (aðrir
segja: Senn) bryddir á Barða“. Tjáir hann, að orðtakið hafi verið til um-
ræðu í samkvæmi á Víðimýri í Skagafirði 1740 og hafi þá Sæmundur
prófastur Magnússon sagt Kötlusöguna. Þegar séra Jón kom austur 1755,
fékk hann þá sögu staðfesta. Síðan segist hann hafa séð hjá Jóni sýslu-
manni Sigurðssyni í Holti í Mýrdal rit með ævintýrum og frásögnum
frá afa hans, Einari sýslumanni Þorsteinssyni (d. 1691), og kveðst séra
Jón hafa Kötlusöguna nær orðrétt eftir því handriti. Orðtakið er þar:
„Senn bryddir á Barða“. — Enn má geta þess, að sagan kemur fram í
kvæðinu Kötlugylling, sem Eggert Ólafsson orti 1756, rétt áður en þeir
Bjarni Pálsson gengu á Mýrdalsjökul. Þar segir svo:
Þú ert ei Katla úr Þykkvabæ,
þitt eðli betur greint eg fæ,
ei drapstu Skúla í skyr;
aldrei fékkstu bróka-byr,
brást ei þínum skildaga fyr.
Neðanmáls er þessi skýring: „Austanmenn hafa þá ógrundaða sögu, að