Skírnir - 01.01.1954, Side 215
Skírnir
Islenzk orðtök
211
Katla hafi heitið ein ráðskona á klaustrinu, mjög stórlynd og forn í skapi;
hún myrti smalann þar, er Skuli hét og kom honum í stóran skyr-sá;
en fólkið vildi ekki éta skyrið, þegar á leið; þá mælti hún: „úldna tekur
skyrið af honum Skúla“.“ (Sjá kvæði Eggerts, bls. 200—201.)
Bls. 124, nr. 95 „Beitask birni“. í rauninni mun skilningur Finns Jóns-
sonar mjög nærri skilningi höf.
Bls. 125—26, nr. 97 „Bera blak af e-m“. Af því að höf. nefnir ekki úr
fornu máli dæmi nema úr norskum texta, má geta þess, að í Sálus rím-
um (IV, 76) stendur: „handar tak var heldr en blak“.
Bls. 127, nr. 103 „Ganga milli bols og höfuðs". Geta má þess, að ýmiss
konar þjóðtrú var bundin við það að ganga milli bols og höfuðs, og
kemur það fyrir í sögnum, til dæmis í sögu Saxós af dauða Starkaðar
gamla, og er margvíslegur fróðleikur um það hjá Paul Herrmann: Er-
láuterungen zu den ersten neun Búchern des Saxo Grammaticus, bls. 566.
Bls. 133 o. áfr. tekur höf. til meðferðar margvísleg orðtök, þar sem
orðið bragð kemur fyrir. Er vitanlega stundum úr vöndu að ráða, því að
orðið getur þýtt margt. Mjög oft á það við sérstakar hreyfingar í glímu,
— höf. þýðir þetta aftur og aftur með orðinu ,fangíak‘, ,glimuíaA‘ og
þykir mér það ekki heppilegt. Nr. 124 „Verða fyrri að bragði“ — þar
má vera átt við glímubragð, ef þetta er þá ekki um hreyfingu almennt,
viðbragð. Annars skal ég hyggja hér sérstaklega að nr. 123 „Vera í bragði
með“, sem líka er til í afbrigðinu „snarast í bragð með“. Höf. segir:
„Sennilega eiga þessi orðtök rætur að rekja til einhvers konar flokka-
glímu, t. d. bændaglímu". Það þykir mér ekki liklegt. 1 réttri glímu var
hver einn um sitt bragð eða sín brögð, og skipti þar engu, þó að menn
greindust í flokka. Hér hlýtur að vera átt við, að fleiri en einn hafi í
senn i frammi bragð við mann. Með öðrum orðum, um það er að ræða,
að maður er ekki einn í leiknum eða í leikum, eins og oft er sagt í ævin-
týrum, en það orðtak tekur höf. til athugunar á bls. 162—63 og nefnir
dæmi þess frá 18. öld úr hdr. Eyjólfs á Völlum — annað dæmi get ég
nefnt frá sömu öld, úr Himinbjargarsögu frá því um 1700 (Grásk. I 38).
Gott dæmi þess, að maður er ekki einn í bragði, er í Þorsteins þætti
bæjarmagns (frá því um 1300?). Þar glíma menn Goðmundar á Glæsi-
völlum við menn Geirröðar jötnakonungs, en Þorsteinn bæjarmagn hefur
hulinshjálm og hjálpar mönnum Goðmundar í glímunni. Verður þá ein-
um manni Geirröðar að orði: „Ekki eru þeir einir í gamninu" (Fms III
188). Sbr. enn fremur Þorvalds þátt tasalda: „ok sé ek þat, at ekki hefðir
þú sigrat mik, ef þú nytir engis við nema sjálfs þín“. Þar var líka að
ræða um glímu. Enn eitt orðtæki líkt þeim, sem nú var rætt um, er „vera
ekki einn í ráðum“.
Bls. 136—39, nr. 125—28 „E-m hefir boðizt brattara“ (o. s. frv.). Skýr-
ing höf. kemur heim við orðskviðinn: „Brattara bauðst á Bratthálsi og
réðst vel úr“ (F. J.).
Bls. 141, nr. 135 „Allt ber að sama brunni". Um þetta orðtak skal ég