Skírnir - 01.01.1954, Síða 216
212
Tvö doktorsrit
Skirnir
vera fáorður, því að ég er mjög óviss um það. Þess skal þó getið, að stað
urinn í Örvar-Odds sögu „Þótti mjpk ór einum brunni bera“ — virðist
mér geta merkt: þótti mjög fara á eina lund, en afbrigðið: „þótti eigi ór
einum brunni bera“ — virðist hljóta að merkja: þótti ekki einleikið, eins
og höf. tekur fram.
Bls. 145, nr. 144 „Bjóða e-m byrginn". Fyrst skal þess getið, að ég held
Hannes Finnsson leggi í rauninni alveg sama skilning í orðtakið (ostentatio
virium) og nú er gert. Ég hallast annars að skýringu Finns Jónssonar,
að rita eigi ,birginn‘ og sé orðið dregið af lýso. ,birgur‘. Til er, að lýso.
séu notuð og beygð sem nafnorð, svo sem „ljúfurinn, góðurinn". Sér-
staklega vil ég þó leggja áherzlu á orðtakið „koma sér í mjúkinn“. Enn
má geta orðtaksins „enginn má við margnum", sem alþekkt er í fornu
máli.
Bls. 146, nr. 145 „Láta dal mæta hóli“. Geta má þess, að Magnús Ölafs-
son, sem hefur dæmi úr Jarlasögum, skýrir orðtakið svo: „si valles occur-
rant montibus, id est si humile se opponat sublimi, seu minor occurrat
majori“ (Spec. Lex. Run. 24). Svipuð er skýring í málsháttasafni Peders
Syvs, og er þar vafalaust farið eftir orðabók Magnúsar.
Bls. 150, nr. 152 „E-ð er í deiglunni". Guðbrandur Þorláksson hefur i
Davíðs sálmum 12,7: „Svo sem klárað silfur í deigulmó, sjö sinnum
hreinsað". „Digull“ kemur fyrir í rímum (sjá orðabók F. J.).
Bls. 150, nr. 153 „Láta ekki deigan síga“. í Grettis rímum (VII, 52)
stendur:
„Grettir talar til Bjarnar brátt: „Við búust til víga,
hvor skal okkar annar hníga,
eigi láttu á deigan síga“.“
Bls. 160, nr. 173 „Knýja á dyr einhvers". Sbr. „Heita á hurðir Flosa“
(nr. 220).
Bls. 161—62, nr. 174 „Láta dæluna ganga“. Magnús Ólafsson þýðir
„dæla“ með „Antlia. Dælu austur dicitur cum sentina per antliam ex-
hauritur." Siðan stendur: „Dæla dælu f. g. Lingvam loqvacem notat vel
præcipitem loqvelam. Þorir þagdi medan Grettir liet ganga dæluna. Thoro
tacebat dum Gretterus perorabat“ (Spec. Lex. Run. 23—4). Þetta sýnir, að
leshátturinn dæluna á þessum stað i Grettlu er eldri en útgáfa Marg-
fróðra söguþátta. Magnús Ölafsson hefur einnig „Tala, f. g. Sermo-
cinatio. Hann hafdi látid ganga toluva. Multum sermocinabatur" (125).
Enn skal ég geta þess, að úr elztu rímum nefnir Finnur Jónsson mörg
dæmi um dæla; eitt er að vísu í merkingunni „austurker“, en um „að
hræra dælu“, Friðþj. s. III, 24 segir hann: „dette udtryk synes ikke godt
at passe til den givne forklaring; her vilde ,pumpe‘ passe bedre“. —
Er hér vikið að sama skilningi og höf. tæpir á.
Bls. 163, nr. 179 „Ríða ekki við einteyming". Sbr. orðskviðinn „Ekki
ríður ólánið við einteyming“ (F. J.).