Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 217
Skírnir
Islenzk orðtök
213
Bls. 169, nr. 193 „Ganga á fang við e-n“. Orðtakið finnst mér freltar
merkja „ganga til fangs við“ heldur en „fylgja glímutökum eftir“, sbr.
„ganga á vit e-s“.
Bls. 170, nr. 19S „Ljá fangstaðar á sér“. „Fangstaður" er sennilega
„staður, þar sem hægt er að taka á manni“.
Bls. 174—76, nr. 212 „Leika við hvern sinn fingur“. Við hið mikla og
skemmtilega safn höf. um afbrigði þessa orðtaks má bæta: „spjátra fingr-
um i'éttum" í Bjarka s. I, 36.
Bls. 179—80, nr. 209 „Finna e-n í fjöru“. Sjá Ólafur Lárusson: Land-
nám á Snæfellsnesi, bls. 132.
Bls. 181, nr. 211 „Draga fjöður yfir e-ð“. Geta skal ég þess, að erfitt
á ég að hafna skýringu Bjarnar Halldórssonar á orðtakinu (að draga
skriffjöður yfir), jafnvel þó að gamalt sé (fyrst, það ég veit, í Morkin-
skinnu).
Bls. 192, nr. 241 „Gefa undir fótinn". Borchardt (Sprichw. Bed. 161)
segir um þýzkt orðtak, hliðstæðu þessa, einem etwas unter den Fuss geben,
eftirfarandi:
„Die urspriingliche Vorstellung ist die, dass man etwa einen Zettel
unter dem eigenen Fusse bis an den Fuss des zu Unterrichtenden spielt,
worauf ihn dieser sofort wieder mit seinem Fusse deckt. Merkwiirdig ist,
dass dazu genau das lat. suppeditare stimmt.
Durch Treten auf den Fuss wird geheimes Einverstándnis bezeichnet;
zwei Liebende, die sich nicht uber dem Tisch die Hand reichen durfen,
treten einander verstohlen auf den Fuss“..
Ég fæ ekki betur séð en Borchardt taki hér undir eitt tvær sundur-
leitar athafnir. Og ég held notkun orðtaksins í íslenzku benda á hina
síðarnefndu, sem kemur fram í Bósa sögu, hjá Óvíd (Amores I, 4, 16)
„clam mihi tange pedem“ o. s. frv. En vera má, að mynd orðtaksins
(orðalagið) sé dregið af hinu þýzka einem etwas unter den Fuss geben
—■ myndin, ekki merkingin.
Bls. 197, nr. 256 „E-ð er um garð gengið". Líklega er um s. s. fram hjá.
Bls. 203, nr. 269 „Fara í fornu (gömlu) gólfin". Þess má geta, að til
eru mólshættirnir: „Hann færist í fornar brækur“ (úr orðskviðasafni
eftir Hannes Finnsson samkvæmt F. J.) og „Það mun fara að hinum fornu
brautunum“ (F. J.).
Bls. 204, nr. 271 „Vera á næstu grösum". Ég hallast að skýringu Finns
Jónssonar, en sönnuð verður hún ekki.
Bls. 205—07, nr. 276 „Tvær grímur renna á e-n“. Ég hef ekki getað
sannfærzt af neinni skýringu þessa orðtaks; ef ekki væri vísan, eignuð
Gretti, mundi ég helzt trúa því, að gríma væri þýðing á latn. orðinu
persona (sbr. skýringu Bjarnar Halldórssonar). En þess má geta, að þegar
Guðbrandur Vigfússon talar um ,a horse’s halter or hood1, kynni að vera,
að hann hugsaði til þeirrar hettu, sem stundum má sjá á hestum erlendis.
Bls. 213—14, nr. 292 „Bera bratt halann". Eflaust er það, að í viðlög-