Skírnir - 01.01.1954, Síða 218
214
Tvö doktorsrit
Skírnir
um var orðið „hali“ haft um eitthvað annað en kýrhalann, eins og höf.
sýnir. Af þeim skepnum, sem ég þekki, held ég engin heri brattara hal-
ann, brattara í bókstaflegum skilningi, heldur en kötturinn, þegar hann
gengur hátíðlega fram hjá með stýrið upp í veðrið. Það er mikill herra-
dómur.
Bls. 215, nr. 294 „Gera krók á hala sinn“. Sbr. orðskviðinn „Rakst
krókur á hala hans“ (F. J.).
Bls. 218, nr. 304 „E-ð dregst úr hömlu(m)“. Hér mætti nefna til saman-
burðar orðtökin „láta síga á hörnlu" og „leggja árar í hömlu“.
Bls. 221, nr. 313 „Vera kominn í háfinn". Getur átt við bjargfugl veidd-
an með háfi.
Bls. 227, nr. 330 „Hleypa hlassinu fram fyrir kapalinn". Hér má nefna
ýmsar hliðstæður. Ég skal ekki fara út í merkingar, sem eru breytilegar
og mega hafa skolazt nokkuð til. Islenzkir málshættir eru: „Það er ekki
gott að sleppa sleðanum fram fyrir eykina", „Hann sletti sleðanum fram
fyrir eykina“ (F. J.). Samuel Singer: Sprichwörter des Mittelalters nefnir
mörg svipuð dæmi, svo sem lat. „Ante boves versum non vidi currere
plaustrum“ (11. öld); frönsku: „Mettre la charrue devant les bœufs“;
sænsku „spánna vagnen framför hásten". Þessu líkt er til á grísku (Vagn-
inn dregur hestinn, Lúkíanos).
Bls. 233—35, nr. 341 „Vera á hnotskóg eftir e-u“. Vera má, að merking
orðtaksins (vera á höttunum eftir einhverju) lúti einfaldlega að hnot-
tinslu. Hins vegar hygg ég það ofmælt, að skýring Finns Jónssonar fái
ekki staðizt. Finnur er hér of stuttorður, svo að rök hans koma varla fram.
En líti menn á athugasemd Áke Lagerholms i útgáfu hans af Egils sögu
ok Ásmundar í Drei lygisQgur, 3. bls., og má þar finna töluverð rök fyrir
skoðun Finns. En visast verður ekki úr þessu skorið.
Bls. 243, nr. 360 „Skáka í því hróksvaldi". Orðtakið verður enn skiljan-
legra, þegar þess er gætt, að drottningin var fram á viðreisnaröld mjög
veigalítill taflmaður, og kvað þá sérstaklega að hróknum.
Bls. 248, nr. 370 „Seilast um hurð til lokunnar“. Skyldi ekki lolcan
vera í bandi? Þá er alveg skiljanlegt, að hún gat verið hvort sem var
utan eða innan hurðar. Annars munu allir samméla um skilning orð-
taksins, að minnsta kosti höf. og F. J. (Arkiv XXX, 98).
Bls. 250, nr. 374 „Vera heill á húfi“. Af því að ekki er í bókum
dæmi eldra en frá lokum 16. aldar, er ef til vill vert að geta þess, að
í Ólafs rimum Tryggvasonar (B) IV, 22 kemur fyrir „vera hallur á húfi“:
„hældende til den ene side (med slagside), om Ormen lange“ (F. J.).
Bls. 251, nr. 376 „Komast á hvalfjöruna". Sbr. orðskviðinn: „Fár þekkir
vin sinn í hvalfjöru".
Bls. 251, nr. 380 „E-ð er undir hælinn lagt“. Skýring Árna Magnús-
sonar sýnist verð nánari athugunar.
Bls. 256, nr. 395 „Toga hönk við e-n um e-ð“. Um tilvitnunina til