Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 219
Sldrnir
íslenzk orðtök
215
Flóamanna sögu er þess að geta, að samkvæmt útg. Finns Jonssonar hefur
Melabók haft hér „hQnk“ (villa í Vatnshyrnu).
Bls. 259, nr. 403 „Koma upp úr kafinu". Geta má þess, að orðtakið
kemur fyrir í Stjórn (7533) í myndinni „skýzk . . . upp ór kafinu“, í eigin-
legri merkingu.
Bls. 263, nr. 411 „E-ð kemur til kasta e-s“. Út af tilvitnuninni til þjóð-
sagna Jóns Árnasonar má geta þess, að Jón Grunnvikingur minnist á vísu
þá, sem hér um ræðir, svo að snemma á 18. öld var hún alþekkt.
Bls. 264—5, nr. 412 „koma fyrir kattarnef“. Hér hefur höf. ekki komizt
að niðurstöðu, en allir munu kunna honum þakkir fyrir, að hann sleppti
ekki orðtækinu fyrir það, því að efni það, sem hann leggur fram, er harla
„forvitnilegt". Það er síður en svo, að ég geti sagt hér síðasta orðið, en
ég fylgi höf. í því að leggja samt fram það litla efni, sem ég hef um-
frarn það, sem hann hafði komið með. Allir þekkja nú orðtakið og aðeins
í myndinni „koma fyrir kattarnef“. Finnur Jónsson (Málsháttasafn 123)
nefnir orðskvið „Honum þykir ekki nefið á hverjum kettimnn“ —• og
bætir við athugasemdinni: „Er mólsh. réttur?“ Hve gamall hann er, veit
ég ekki (ekki getið heimildar), og verður það ekki sýnt að svo komnu
máli. Hvort örnefnið Kattarnef i Seljalandsmúla (víst sama og Katanes
í Landnómu) skiptir hér máli, er vandséð, en svo framarlega sem myndin
„koma fyrir kattarnef" er upphafleg, yrði að athuga ýmis örnefni i sam-
bandi við skýringu Konráðs Gíslasonar, örnefni, sem virðast benda til
þjóðtrúar um kattaófreskjur, en út í þá sálma skal ég ekki fara hér. -—•
En þegar leitað er aftur í timann, missum við af þessu ágæta, stuðlaða
orðtaki, og í staðinn kemur aS koma e-u fyrir Hattar nef. Höf. nefnir
dæmi úr söfnum Guðmundar Ölafssonar og Jóns Búgmanns frá síðara
hluta 17. aldar. Einkum eru eftirtektarverð þessi orð Jóns Búgmanns:
„hottur meiddi Alla með markleggnum sem komo honum (skr. homum)
fyri nef nasir“. Bæði Kallstenius og höf. reyna að finna þennan Hött, sem
virðist hafa verið kappi, og hlýtur mönnum þá að koma fyrst í hug kappi
Hrólfs kraka með því nafni, en hann er bæði í Hrólfs sögu og Bjarka
rímum harla ólíkur þessum Hetti og gerir ekki flugu mein; auk þess er
þar enginn „markleggur“. Hér skal ég nú bæta því við, sem ég hef
fundið. Eftir nokkra leit fann ég, að til er óprentuð Böðvars saga bjarka,
og virðist hún mjög ung (frá 16. eða 17. öld), runnin einkum frá Bjarka
rímum; athugaði ég flest handrit hennar, þau sem í Landsbókasafni eru
varðveitt. Kom þá í ljós, að Höttur er þar kappi Hrólfs konungs kraka
og allt annar en Beina-Hjalti (sem er sami maður sem Höttur-Hjalti í
Hrólfs sögu). Höttur þessi í Böðvars sögu hefði vel getað kastað legg,
en þess er ekki getið í þeim handritum, sem ég hef skoðað. Nú má vera,
að til hafi verið önnur gerð sögunnar, sem hafi sagt frá því. Hvað sem
um þetta er, er víst, að Jón Rúgmann hefur hvorki diktað upp um Hött
né ,marklegginn‘. 1 málsháttasafni Peders Syvs 1682 er lítið safn íslenzkra
málshátta, fengið frá Hannesi Þorleifssyni; þar stendur „Að koma öðrum