Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 220
216
Tvö doktorsrit
Skirnir
fyrir ,Hattar nese‘“, at fore een i ferd med en skalck (som ,Hattar‘ var)“.
En hér sem oftar mun Hannes fara eftir orðabók Magnúsar Ólafssonar.
og sama mun raunar að segja um þá Jón Rúgmann og Guðmund Ólafs-
son. En í Spec. Lex. Run. stendur þetta: „Byckabragd, Bycconis strata-
gemata: Bycco erat neqvam ille facinorosus et calumniator, qvi Reginam
Danicam et socios plures insidiis interemit. Is alio nomine Hóttur vocatus.
Inde Adagium: Ad koma ódrum fyrir Hattarneff 3: Aliqvem in offensam
nefarii trudere. Hottur meiddi alla med marckleggnum sem komu honum
fyrir naser: Nam Hótterus cunctos furca (marklegg vocata) læsit, qvi ei
sunt facti obviam. Inde etiam, ad bregda undir sig byckiunne, pro per-
verti & pergræcari." Af þessum orðum er helzt að ráða, að Höttur hafi
verið illur ráðgjafi, likur Bikka, sem var með Jörmunreki, og liafi hann
verið nefndur í sögu. Nú er þess að gæta, að þó að þetta standi í Spec.
Lex. Run., er ekki þar með sagt, að Magnús Ólafsson hafi ritað það;
eins líklegt mætti þykja, að Ole Worm hefði skrifað það, með þvi að það.
sem hér segir af Bikka, styðst sýnilega við Saxó. En þessi grunsemd
verður að vissu, því að þessi kafli er ekki í handriti því af orðabók
Magnúsar, sem til er í Uppsölum (samkvæmt upplýsingum frá próf. Dag
Strömback). Allar þær heimildir, sem hafa „Hattar nef“, eru komnar frá
Spec. Lex. Run.1), en óvíst er enn, hver sé heimild þess rits hér. En hér
er annars vegar ein skráð heimild frá 17. öld, hins vegar alkunnugt,
stuðlað orðtak á 19. öld. Er vant um að dæma, gefa kettinum það, sem
kattarins er, en Hetti það, sem Hattar er. Vera mé, að höf. eigi eftir að
bæta hér við fróðleik síðar, eða ég, eða einhver annar, unz niðurstaða fæst.
Bls. 268, nr. 420 „Leika (é) lausum kjala“. Þegar þess er gætt, hve
dæmin eru ung, virðist liklegast, að „kjala“ sé brenglunarmynd og orð-
takið afbökun af „Leika (á) lausum kili“ (nr. 428).
Bls. 272, nr. 440 „Blása að kolum (kolunum)“. Orðið „kol“ virðist mér
benda á smiðju.
Bls. 274, nr. 444 „Vera innsti koppur í búri“. Sbr. orðskviðinn: „Ekki
skyldi bóndinn innsti koppur í búri“ (F. J.).
Bls. 275, nr. 454 „Mata krókinn“, sbr. dönsku: „made en krog“.
Bls. 278, nr. 462 „Sæta lagi“. Sbr. orðskviðuna: „Lags skal bíða, þá
lent er í brimi“ og „Lengi skal lags biða“ (F. J.).
Bls. 286, nr. 496 „Launa e-m ljóshöldin", sbr. orðskviðinn: „Sjaldan fær
sá lof, sem á ljósinu heldur“ (G. J.).
Bls. 288, nr. 502 „Teygja lopann", sbr. orðskviðinn: „Lengi teygir
kerling lopa“ (F. J.).
Bls.288, nr.505 „E-m er e-ð í lófa lagið“. Höf. telur upphaflega merkingu
vera: „e-m hefir verið gefið e-ð, þ. e. hann hefir ekki þurft að afla þess
1) Sama má vera um ÁM 738, 4to (skr. 1680), sem Jakob Benediktsson
hefur góðfúslega bent mér á. Þar stendur: „Koma manni fyrir hattarnef,
því þessi hattur markadi alla med rn°kl0gnm (sic), sem hann sá.“