Skírnir - 01.01.1954, Side 222
218
Tvö doktorsrit
Skírnir
ex virgis confecta, qvá usi sunt coloni, et etiam num apud islandos
utuntur, qvam pertrahendo comminuunt induratum fimum in stercora-
tione camporum". Kemur það heim við skilning höf.
Bls. 354, nr. 705 „Það er (allur) dagur til stefnu“. Hér hefði mátt
vitna til hinnar gömlu, virðulegu og ítarlegu ritgerðar Páls Vídalíns í
Skýringum yfir fornyrði lögbókar, hls. 56—83.
Bls. 360, nr. 725 „Búa ... í stóðrenni við e-n“. Höf. reynir að skýra
þetta torvelda orðtak. Mér hafði fyrir löngu komið til hugar, að síðari
liðurinn væri skyldur rann, s. s. hús. Fyrri liðinn hugsaði ég mér sama
orð og kemur fram í hrossasíóð,- hvanniíóð; í rímum „kampa stóð“ (Ko
III, 71). Mundi ekki stóS þá þýða ,standandi hópur1?
Bls. 361, nr. 728 „Brjóta straum fyrir e-u“. Guðbrandur Vigfússon hugði
orðtakið dregið af kletti, sem bryti straum í á; höf. af skipi, „sem fyrst
fer móti straumi, eða sé hugsað eins og nr. 729“, en það er „Standa
straum af e-m“, og eru þar tveir eða fleiri, sem vaða. Ég fellst alveg á
þessa síðustu hugmynd, þó þannig, að liklega sé átt við reið yfir straum-
vatn. Einn fer efst, hefur vaðið fyrir neðan sig (sbr. 790), ríður af
hinum strauminn, en þeir eru í hléi af honum, en verða þó að gæta
þess, að leggja ekki á tæpt vað, fara ekki of neðarlega á brotinu, því
að þar er hætta á sandbleytu.
Bls. 362, nr. 732 „Fara á stúfana með e-ð“. Hér hefði mér fundizt full
ástæða að geta um skýringu Magnúsar Ölafssonar (Spec. Lex. Run. 123):
„Stufur m. g. Truncus post amputatas manus et pedes relictus. Djurid
skaust a stufinn: Fera cespitabat trunco pede“. Ég held þessi skýring sé
rétt.
Bls. 363, nr. 733 „Reisa hátt stýrið". Höf. hefur orðtakið frá Birni Hall-
dórssyni bæði í eiginlegri og myndhverfri merkingu. Rúmri öld eldra
dæmi um það má finna (í eiginlegri merkingu í Kringilnefjukvæði
(36. v.), svo framarlega sem treystandi er útgáfu Ölafs Davíðssonar (í
Þulum). Þar stendur:
Þar voru gullkistur
á gólf dregnar
og gefnar háfur
liverjum einrnn;
kötturinn hljóp ofan í mýri,
upp setti hann stýri;
úti er ævintýri.
Bls. 365, m. 740 „Kasta perlum fyrir svín“. Elzta dæmi höf. um þetta
Biblíu-vers er úr Nýja Testamenti Odds Gottskálkssonar. En það kemur
líka fyrir í Elucidarius, sem mun frá síðara helmingi 12. aldar. Þar
stendur: „Eigi skuluð þér heilagt tákn hundum gefa eða kasta gimstein-
um fyrir svín“ (Annaler 1858, 132).
Bls. 387, nr. 811 „Slá vindhögg". Höf. hefur elzta dæmi úr Vídalins-
postillu. Orðtakið minnir á „et slag í luften“ á dönsku. Ef það er þýtt,
er það meistaralega gert.