Skírnir - 01.01.1954, Síða 223
RITFREGNIR
LúSvík Kristjánsson: Yestlendingar. Fyrra bindi. Reykjavík, Heims-
kringla MCMLIII.
Fáir, ef til vill enginn kafli í sögu þjóðar vorrar er hugþekkari en
timinn um og eftir 1830. Þá er svo greinilega vor í lofti í þjóðlífinu,
eftir langan og dimman vetur. Sjaldan hefir þjóðin verið veri' á vegi
stödd en á árunum, sem næst voru mótum 18. og 19. aldar, en einmitt
á þeim eymdarárum fæddust þeir menn, sem öllum öðrum fremur hafa
verðskuldað að vera nefndir vormenn Islands. Um þá og starf þeirra til
viðreisnar landi og lýð hefir margt verið ritað og þá einkum um aðal-
forgöngumennina, er þyngstu taki lyftu, Fjölnismenn og Jón Sigurðsson.
En þeir áttu sér marga óbreytta liðsmenn víðs vegar um byggðir landsins,
menn, sem áttu eins og þeir trú á framtíð þjóðarinnar og reyndu að
vinna að endurreisn hennar hver í sínum verkahring, og þess hefir hingað
til eigi verið gætt sem skyldi að halda minningu þessara manna og minn-
ingunni um starfsemi þeirra svo á lofti sem vert er, og því er þar nú
margt gleymsku falið, sem betur væri geymt.
Lúðvík ritstjóri Kristjánsson hefir tekið sér fyrir hendur að rita um
menningarviðleitni manna á Vesturlandi, einkum á árabilinu 1830—1860.
í þessu bindi rits hans segir hann einkum frá þrennu, Framfarastofnun-
inni í Flatey og hinu bréflega félagi hennar, svo og frá tímaritsútgáfu
þeirra Vestlendinga. Aðalforgöngumaðurinn um þetta þrennt var síra
Ölaíur prófastur Sívertsen í Flatey, og er það því að verðleikum, að hans
sé minnzt fyrst og fremst í þessu riti, enda hefst það á allrækilegri og
greinagóðri ævisögu hans. En síra Ólafur var þar ekki einn að verki, og
höf. greinir stuttlega frá mörgum mönnum í Vestfirðingafjórðungi, sem
teljast máttu liðsmenn hans. Sumir þessara manna mega nú heita að
vera gleymdir, en höf. hefir dregið nöfn þeirra fram úr gleymskunni, svo
sem Össurar í Hvallátrum, Arnfinnssona frá Firði, Einars í Hergilsey
og Alexanders á Þorsteinsstöðum, en Alexander mun fyrstur manna hér
á landi hafa fengið ritlaun fyrir blaðagrein. Jóni Guðmundssyni þótti svo
mikið koma til greinar, er hann sendi Þjóðólfi, að hann sendi honum 4*4
ríkisdal í ritlaun.
Síra Ólafur og Jóhanna Friðrika Eyjólfsdóttir, kona hans, stofnuðu
Framfarastofnunina í Flatey 1833 og lögðu til hennar í fyrstu 100 rikis-
dali í reiðufé og 100 bindi bóka. Bókasafnið í Flatey efldist siðan, mest
fyrir bókagjafir ýmsra manna, og var það hið fyrsta bókasafn hér á landi,