Skírnir - 01.01.1954, Page 225
Skírnir
Ritfregnir
221
Ólaftir Jóhannesson: Skiptaréttur. Hlaðbúð. Reykjavík 1954.
Þegar kennsla hófst hérlendis í íslenzkri lögfræði haustið 1908, var
engin kennslubók til í neinni grein lögfræðinnar. Reynt var að notast
við danskar kennslubækur, svo sem til vannst með úrfellingum og leið-
réttingum, svo sem burfa þótti. fslenzkt mál var um margt ekki aðhæft
lagamáli. Síðan á niðurlægingartímum landsins hafði lagamálið, eins og
embættismál yfirleitt, spillzt mjög af dönsku lagamáli og „kancellístíl"
svonefndum. Einnig mátti ósjaldan orka tvímælis, hvað væri gildandi Iög
á landi hér, enda er enn ekki örgrannt um vafa í því efni. Verkefni
löggjafa hér í samvinnu við lagakennara hlaut að verða að veita dönskum
og hálfdönskum lögum af landinu og setja ný lög á sæmilegu íslenzku
máli. Og verkefni lagakennara og dómara hlaut að verða að ýmsu leyti
sköpun nýs lagamáls íslenzks. Það skal þó ekki lagt í lágina, að dómendur
landsins hérlendir höfðu mjög bætt mál á dómum sínum frá því fyrir
miðbik 19. aldar og til upphafs 20. aldarinnar. Og mál á lögum landsins
eftir miðbik 19. aldar varð einnig stórum betra en áður hafði verið. Svo
var og yfirleitt góð íslenzka á lögfræðilegri formálabók þeirra Magnúsar
Stephensens og Lárusar Sveinbjörnssonar, sem var víst eina lögfræði-
bókin, sem kom út á þessu tímabili, ásamt kirkjurétti Jóns Péturssonar.
En allt um það var enn mikið ógert í mállögunar- og málhreinsunarátt,
er innlend lagakennsla hófst hér, og enn er þessu starfi ekki lokið.
Þeir, sem haft hafa lagakennslu hér á hendi frá upphafi lagaskólans
og síðan við háskólann, hafa margir reynt að bæta úr skorti kennslu-
bóka í íslenzkum lögum. Samdar hafa verið kennslubækur í stjórnlaga-
fræði, öllum greinum réttarfars, nema um uppboð, í persónurétti, sér-
staka hluta kröfuréttar, eignarétti, sjórétti o. fl. Eftir er enn samning
sifjaréttar og erfðaréttar, refsiréttar og kennslubóka í nokkrum hluta
fjármunaréttar. Má vænta þess, að þau verk verði unnin, enda hefur
lagadeild nú aukizt kennslukraftur, er einum föstum kennara hefur verið
bætt við.
Sá annmarki fylgir kennslubókum í lögfræði, að þær úreldast furðu-
fljótt. Valda því í fyrsta lagi breytingar á lögum og í öðru lagi breyt-
ingar á þjóðháttum og almenningsáliti, nýir atvinnuvegir og áður óþekkt
viðskipti koma til sögunnar o. s. frv. Allt slikt mun lagakennari verða að
hafa bak við eyrað, þó að löggjafinn hafi orðið á eftir tímanum. Dóm-
endur hafa orðið ef til vill að víkja fré eldri dómvenju af slíkum sökum
og skapa nýjar réttarreglur, og verður þá lagakennarinn einnig að haga
sér í samræmi við það.
Ein þeirra lögfræðigreina, sem kennslubók var samin í og fjölrituð
1924, var íslenzkur skiptaréttur. Auk nokkurra greina í Norsku lögum
Kristjáns V. frá 1687, sem vitna mátti til um nokkur frumatriði skipta-
réttar, voru aðallagaboðin skiptalög nr. 3/1878 og lög um gjaldþrota-
skipti nr. 7/1894, hvor tveggja þýdd úr samsvarandi dönskum lögum. Þessi
bók var orðin að nokkru úrelt 1930, því að ný lög voru þá komin, lög