Skírnir - 01.01.1954, Page 226
222
Ritfregnir
Skírnir
nr. 23/1929 um gjaldþrotaskipti. Þessi lög héldu ný ákvæði um ýmisleg
atriði. Sum ákvæða þessara voru til bóta, en önnur til spjalla, og ekki
var greitt úr þeim vafamálum, sem á vegi skýrenda laga nr. 7/1894
urðu. En hvað sem um lög þessi má segja, þá gerðu þau það að verkum,
að ný útgáfa af skiptarétti varð æskileg, enda var in eldri útgáfan þá
gengin til þurrðar. Kom þá ný útgáfa 1935, þar sem að sjálfsögðu voru
teknar til greina þær breytingar, sem orðið höfðu og máli skiptu síðan
1924. Þessi síðari útgáfa hefur verið notuð við kennslu í lagadeild síðan.
En svo fór um hana sem ina fyrri, að hún úreltist að ýmsu leyti, og
ollu því einkum ýmis fyrirmæli í lögum um meðferð einkamála í héraði
nr. 85/1936, sem orka breytingum í sumum meginefnum skiptaréttar.
I annan stað var 2. útgáfa skiptaréttarins þrotin með öllu. Hvor þessara
ástæðna saman og hvor í sínu lagi gerði samningu og útgáfu nýrrar
kennslubókar í skiptarétti nauðsynlega, og hefur Ölafur Jóhannesson nú
samið og sent frá sér slíka bók.
Rökræður um ýmis efni skiptaréttar munu naumast hæfa tímariti
slíku sem Skirni, því að fæstir lesendur þess munu hafa áhuga á þeim
efnum, heldur sérfræðitímariti slíku sem Tímariti lögfræðinga. En með
því að bók Ölafs prófessors hefur verið send Skírni til umsagnar, verður
að reyna að lýsa bókinni ofurlítið. Höfundur hefur að sjálfsögðu notað
þá kennslubók í íslenzkum skiptarétti, sem fyrir var og getið var, og
erlend rit nokkur, sem gagn mátti að verða. Rók hans er allmiklu styttri
en fyrirrennari hennar, og má sennilega telja það nemendum kost, því
að segja má, að nóg sé á þá lagt samt. Þó er bætt við nokkurri greinar-
gerð um skipti þau, sem samninga Islands við Norðurlönd (Danmörku,
Finnland, Noreg og Sviþjóð) varða. Og er það vel. Efnisskipun er að
vonum in sama og áður var höfð, enda er þá miðað við það aðallega,
í hvaða skyni skipti eru gerð. Framsetning er skýr og glögg og yfirleitt
á látlausu og óaðfinnanlegu máli. En fyrst á málið er minnzt, þá vil eg
geta þess, að mér þætti fegurra, að Norðurlönd væru ekki með greini
aftan í sér og að dveljast, en ekki dvelja, væri haft um vist manna á
tilteknum stað (X dvelst í Reykjavík, en ekki dvelur). Eru slíkt smá-
munir, enda mjög algengt, að menn hafi þenna hátt á, svo að einhverir
kunna nú að segja málvenju helga slíkt nú orðið.
Rókin er prentuð á góðan pappír og er in snotrasta. Er ástæða til að
þakka bæði höfundi og útgefanda fyrir bókina og óska útkomu fleiri
slíkra frá þeirra hendi, eftir því sem þörf krefur.
Einar Arnórsson.
AfmæliskveSja til próf. dr. phil. Alexanders Jóhannessonar háskóla-
rektors 15. júlí 1953 frá samstarfsmönnum og nemendum. Helgafell
(Reykjavík) 1953. — XII + 211 bls.
Þarna eru ritgerðir eftir 16 samstarfsmenn og nemendur próf. Alex-
anders Jóhannessonar, ein eftir hvern. Efni ritgerðanna er sundurleitt, en