Skírnir - 01.01.1954, Síða 228
224
Ritfregnir
Skírnir
kveðju, en rúm vinnst ekki til. Allar flytja þær nokkra nýjung. Þó virðist
hinn eljumikli fræðimaður, Magnús Már Lárusson, hafa skotið nokkuð
yfir mark í ritgerð sinni „Nokkrar úrfellur í hómílíu". Hann reynir að
gera sér í hugarlund, af hvaða stærð forrit eða frumrit nokkurra gamalla
hómílíuhandrita hafi verið með því að „leita að úrfellum, sem gætu
stafað frá samhljóða línulokum“ (þ. e. þegar tvær linur samhliða eða
með nokkru millibili enda á sama orði). En svo sem óbeint kemur fram
hjá Magnúsi, er í rauninni sjaldan eða aldrei hægt að vita, hvort úr-
felling er sprottin af slíkum linulokum, ef forrit er glatað, og eru úrfell-
ingar því algerlega gagnslaus leiðarstjarna til að finna stærð glataðra
handrita. Allir þeir, sem hafa skrifað upp handrit eða lesið prófarkir,
vita, hve algengt er, að menn hlaupi af einhverju orði til hins sama orðs
nokkuru síðar, þótt þau séu ekki í upphafi eða enda línu. En ýmsar aðrar
góðar athuganir eru í ritgerð Magnúsar.
Það var vel fallið, að samstarfsmenn og nemendur próf. Alexanders
skyldu senda honum þessa kveðju á 65 ára afmæli hans. Hún er lítill
vottur þeirrar þakklætisskuldar, sem þeir standa í við hann.
Jón Jóhannesson.
Didrik Arup Seip: I’alæografi B. Norge og Island. (Nordisk Kultur
XXVIII: B), Uppsala 1954.
Nýlega kom út í ritflokknum Nordisk Kultur bindi, sem hefir seríu-
númer XXVIII: B og fjallar um fornleturfræði norskra og íslenzkra bók-
mennta frá elztu bókfellum fram að tímanum um 1400. Er bókin rituð
af þeim manni, sem bezt allra mun þekkja stafagerð á þessu tímabili,
Didrik Arup Seip, prófessor í Ósló.
Niðurröðun efnisins í bókinni er mjög skýr og gerir bókina mjög ákjós-
anlega sem handbók. Fyrst er gefið í stuttu máli yfirlit yfir upphaf rit-
listarinnar í Noregi og á íslandi. Annar kafli bókarinnar fjallar um
þróun ritlistarinnar í Noregi fram að 1125. Höfundurinn nefnir þau rit
og brot af ritum, sem varðveitt eru frá þessu timabili, og segir frá gerð
einstakra stafa. Eins er gerð grein fyrir böndum, upphafsstöfum og skraut-
stöfum, skammstöfunum og sérstökum merkjum.
Þá er i þriðja kaflanum sagt frá íslenzku letri á alveg samsvarandi
hátt, og höf. tilfærir 27 rit eða brot af handritum, sem til eru orðin á
Islandi á þeim árum. I inngangi kaflans gerir Seip grein fyrir elztu
málfræðiritgerðinni.
Hér skal i stuttu máli gerð grein fyrir helztu niðurstöðum Seips.
Bókagerð barst til Noregs frá Bretlandi á 11. öld. Nýrra óhrifa frá
Bretlandi gætir á 12. öld, en á þeirri öld hefir stafagerð brezkra handrita
í ýmsum atriðum orðið fyrir áhrifum frá meginlandinu. Á þessu tímabili
ber mest ó áhrifum frá klausturreglum þeim, sem kenndar eru við
Benedikt og Cluny, en þegar erkibiskupsstóll er stofnaður í Niðarósi, dró
úr áhrifum þeirra.