Skírnir - 01.01.1954, Síða 229
Skirnir
Ritfregnir
225
Island fékk stafróf sitt — að öllum likindum — frá Noregi á 11. öld,
en til er sá möguleiki, að stafrófið hafi að nokkru leyti komið beint frá
Þýzkalandi. Á 12. öld verður vart sterkra áhrifa á stafagerð frá Bene-
diktsreglunni, jafnvel sterkari en í Noregi, en afleiðingin varð sú, að
minna tekur að gæta hins engilsaxneska ritháttar. En eftir 1200 kemur í
ljós ný engilsaxnesk stafagerð, af því að á Islandi varð stafagerð þá fyrir
áhrifum frá Niðarósi, en þar hafði engilsaxneski rithátturinn haldizt.
Þetta er í aðaldráttum sú kenning, sem Seip setur fram, og mér virðist
það vera einfaldasta og náttúrlegasta kenningin, sem hægt er að setja
fram á grundvelli brota þeirra, sem varðveitzt hafa frá tímanum fyrir
1200, og annarra sögulegra upplýsinga, sem fáanlegar eru.
f fjórða og fimmta kafla segir frá þróun stafagerðar í Noregi og á
íslandi frá 1225 fram undir 1300. Norsku handritin (eða brotin) frá þeim
tíma er talin 39, og auk þess eru til nokkur fornbréf, en íslenzku hand-
ritin eru talin vera 105.
f sjötta og sjöunda kafla er að lokum sagt frá sams konar breytingum
eftir 1300.
Þegar maður hefir áttað sig á niðurröðun efnisins í bókinni, er ofur
einfalt að nota hana sem handbók. Þá er í bókinni efnis-, nafna- og per-
sónuskrá, sem þau Menda og Sam Owen Jansson hafa unnið að og auk
þess skrá yfir öll þau handrit, sem nefnd hafa verið, og eru þau 385 alls,
og sýnir þetta greinilega, hvílíkt geysiverk liggur að baki.
f bókinni eru myndir, alls 55, af ýmsum þekktum handritum, en auk
þess er mörgum myndum skotið inn í textann til þess að sýna stafagerð,
og er það afar skemmtileg nýjung, enda sparar það margar og langar
skýringar.
Til var bók eftir H. Spehr um íslenzka fornleturfræði, en prófessor Seip
hefir lítt stuðzt við þá bók, og ekki er hægt að bera hana saman við bók
Seips. Bókin eftir Seip er efnismeiri, enda hafði Spehr varla séð islenzkt
handrit og samdi bók sína með því að nota ljósmynduð handrit og Palæo-
grafisk Atlas. Enn fremur nær bók Seips yfir lengra tímabil og gerir
miklu betur greinarmun á norskum og íslenzkum einkennum. Auk þess
má nefna eitt atriði, sem gefur bókinni aukið gildi, og það er greinar-
gerðin fyrir utanaðkomandi áhrifum á skriftina á Norðurlöndum á þessu
tímabili.
Eitt mikið vandamál í undirbúningi slíks rits er að safna efninu jafnt
úr öllum heimildum, en taka ekki aðeins þau atriði, sem eru sérkennandi
fyrir hvert einstakt rit. Ég hefi á tilfinningunni, að þessi vandi hafi
valdið því, að handrit þau, sem tilfærð eru sem dæmi um einkenni í
stafagerð, séu ekki alltaf elztu dæmin. Stundum virðast mér tilvitnanir til
handrita eitthvað af handahófi, eins og þegar talað er um r-ið, sem dregst
undir línu.
15