Skírnir - 01.01.1954, Page 230
226
Ritfregnir
Skírnir
Annað vandamál í sambandi við lýsinguna á stafagerð er það, að notkun
sumra stafa er skilyrðisbundin, til dæmis á það við um lágt s og niður-
dregið r. Fjöldamörg dæmi mætti nefna. f bók Seips er þess aðeins getið,
þar sem notkun nýs leturs er skilyrðisbundin. En í sjálfu sér eru rann-
sóknir á þessu efni geysimikið verk, sem er nauðsynlegur liður í lýsingu
á þróun stafagerðar og sögu handritanna.
Það er meðal annars þess vegna, að rannsókn á þróun leturgerðar er
afar fjölþætt. Einn þáttur hennar er rannsókn á sögu ritsins sjálfs og
sögu textans, en hún getur verið áríðandi við tímaékvörðunina. Hvað
því viðvikur hefir höf. gert athugasemdir um það, hvort heimildin hafi
verið norsk eða íslenzk. Það getur verið — og er venjulega — mjög erfitt
að skera úr, hvort heimilin hafi verið norsk eða íslenzk, enda þótt hægt
sé að fullyrða, að málið og stafagerðin sé blendingur. Hugsanlegt er, að
íslendingur hafi verið að skrifa upp úr norsku riti, eins og Seip vill oftast
vera láta, eða þá Norðmaður upp úr íslenzku riti. En það er líka hugsan-
legt, að Norðmaður hafi verið að verki, sá er lifað hefir mikinn hluta
ævinnar á fslandi og fengið að mestu leyti islenzkar ritvenjur og kannske
málvenjur eða öfugt, íslendingur, sem starfaði í Noregi. Seip tilfærir
dæmi um báða þessa möguleika. Líka er hugsanlegt, að rit af þessu tæi
sé til orðið þannig, að Norðmaður hafi ritað eftir upplestri íslendings
eða öfugt. Enn fremur má nefna þann möguleika, að íslendingur hafi
lært prestskap og ritlist í Noregi, en breyti rithætti sinum í samræmi
við íslenzkar venjur. Að lokum ber að minna á það, að engin viðurkennd
réttritun var til á þeim dögum.
Á seinustu árum hefir Seip i mörgum ritgerðum nefnt fleiri og fleiri
íslenzk handrit, sem hann telur hafa verið rituð upp úr norskum heimild-
um. Vér vitum úr þessum ritgerðum, hvaða einkenni í handritunum
Seip telur bending rnn það, að móðurritið eða kannske ömmuritið hafi
verið norskt. Nú sjáum vér, að Seip hefir efni í margar fleiri ritgerðir,
til dæmis eiga 16 íslenzk handrit af 27 frá tímanum fram að 1225 að
eiga rætur að rekja til norskra móðurrita, þó bætir hann við ,ef til vill‘
við sum þeirra.
í fljótu bragði virðast þessi innskot um móðurrit ekld eiga við í lýs-
ingu leturgerðar, en Seip hefir svo oft sýnt ótvírætt fram á, að villur i
handritunum geta stafað af því, að ritarinn hefir mislesið heimild sína
með því að misskilja eða mislesa staf. Þannig eru norska f-ið og islenzka
p-ið mjög lík, niðurdregna vaffið er stundum mislesið sem p, 8-i og bandi
sem táknar -de, er stundum blandað saman.
Enginn hefir unnið eins mikið og Seip að handritarannsóknum út frá
þessu sjónarmiði, enda hefir honum orðið mikið ágengt í viðleitni sinni
til að skýra villur í textunum. Það er þó óhætt að fullyrða, að niðurstöður
hans eru ekki almennt viðurkenndar, þótt þær hafi aldrei verið rækilega
afsannaðar. Að vísu reyndi Hans Kuhn að hrekja rökfærslu Seips, en hitti
að mínum dómi ekki í mark. Þetta rit Seips mun hjálpa til að útbreiða