Skírnir - 01.01.1954, Page 231
Slcírnir
Ritfregnir
227
þekking á skoðunum hans, enda þótt það muni ekki sannfæra efamenn,
þar sem framsetningin leyfir ekki rökfærslu.
Þeir, sem vinna að handritarannsóknum, munu hafa ómetanlegt gagn
af bókinni. Þótt efnið virðist þungt, er framsetningin fjörug og málið
þjált.
Að lokum vil ég leyfa mér að nefna nokkur verkefni, sem eftir er að
leysa. Ef fara ætti út í nákvæma rannsókn einstakra handrita, væri það
ærið verkefni fyrir marga menn í áratugi, og það mætti vel búa til
fyrirmyndaráætlun um slíkt verk, þar sem gert er ráð fyrir ókveðnum
verkefnum fyrir hvert tímabil.
f síðasta kafla nefnir höfundurinn ekki öll íslenzk handrit, sem til eru,
og aðeins örfá fornbréf, sem ljósprentuð hafa verið. Sú spurning hlýtur
að vakna: Hvernig stendur á því, að fleiri fornbréf hafa ekki verið Ijós-
prentuð? Seip nefnir þó, að fornbréfin frá þessum tima skipti hundruðum.
Ég sé í anda útgáfu á helztu hréfunum frá tímanum 1300—1500, mynda-
bók, sem sýnir helztu textana og getur um uppruna þeirra. Bréfin eru
dagsett og hljóta þvi að vera rétti grundvöllurinn undir skilgreiningu á
leturgerð þess tímabils.
Með slíka myndabók sem lykil væri fróðlegt að hefja eftirleit í ritum
Árnasafns frá þessum tima. Það er ekki skortur á verkefnum í íslenzk-
um fræðum.
Ole Widding.
Brennu-Njáls saga. Einar Öl. Sveinsson gaf út. Islenzk fornrit XII.
bindi. Reykjavík 1954.
Fyrir löngu var vitað hver þessa útgáfu hlyti að leysa af hendi, því
að um langt skeið hefur það ekki leikið á tveim tungum að prófessor
Einar Öl. Sveinsson væri fremsti Njálu-sérfræðingur sem nú er uppi.
Síðustu tvo áratugina hefur hann lagt fram meiri skerf til rannsókna á
vandamálum Njálu en nokkur fræðimaður annar. Með tvisvar tíu ára
millibili hefur hann gefið út þrjár bækur beinlínis um Njálu, fyrst
doktorsrit sitt, Um Njálu (1933), síðan Á Njálsbúð (1943) og loks rann-
sóknina á handritum Njálu, Studies in the Manuscript Tradition of Njáls-
saga (1953). Enn fremur hefur hann á þessum árum birt margar rit-
gerðir sem beint eða óbeint fjalla um einstök atriði er snerta Njálu, og
loks er bók hans, Sturlungaöld (1940), að verulegu leyti sprottin upp úr
rannsóknum hans á Njélu, samtíma hennar og baksviði.
Það lætur að líkum að höfundur sem svo mikið hefur um Njálu
skrifað muni ekki koma með nýstárlegar kenningar um söguna sjálfa í
formála sinum. Hins vegar er augljóst að formólinn nýtur þess fremur
en geldur sem E. Ó. S. hefur áður um efnið skrifað. Hann þarf ekki að
íþyngja framsetningu sinni með löngum röksemdafærslum um einstök
atriði, heldur getur komizt af með að draga saman fyrri niðurstöður sínar
í stuttu máli, sett þær fram í nýju samhengi. Fyrir bragðið verður for-