Skírnir - 01.01.1954, Side 232
228
Ritfregnir
Skírnir
málinn allur læsilegri og heillegri ritsmíð, verður óvenjulega greinargott
yfirlit um vandamál sögunnar og skoðanir E. Ö. S. á þeim; þar sem rök-
semdafærslum er sleppt, er forvitnum lesendum vísað til fyrri rita höf-
undar um efnið. Þetta ber þó engan veginn svo að skilja að ekkert nýtt
komi fram i formálanum, öðru nær. Hvorttveggja er að með því að draga
saman niðurstöður allra undanfarandi rannsókna sinna sýnir E. Ö. S. les-
endum sínum margt í nýju ljósi, og hins vegar hagnýtir hann sér og
ræðir um rannsóknir annarra fræðimanna sem um Njálu hafa ritað síðustu
áratugina, og gefur það tilefni til ýmissa athugana.
I fyrstu tveimur köflum formálans ræðir E. Ó. S. um aðalsöguhetjurnar,
Njál og Gunnar, og dregur þar saman það sem um þá er vitað úr öðrum
heimildum. Má þar sérstaklega benda á greinargerð hans fyrir fornleifa-
rannsóknum sem gerðar hafa verið á sögustöðum Njálu og þeim lærdóm-
um sem af þeim má draga um viðburði sögunnar. Kemst hann að þeirri
niðurstöðu af heimildakönnun sinni að í Njálu sé farið eftir ótraustari
sögnum en í Landnámu, „nema hitt sé, að þar hafi litlar minningar verið
drýgðar með skáldskap“. Síðan er gerð grein fyrir þeim rituðum heimild-
um í öðrum sögum sem ætla má að Njáluhöfundur hafi notað og í beinu
áframhaldi af því rætt um tímatal sögunnar. 1 doktorsriti sínu gekk
E. Ó. S. af fyrri kenningum um tilurð Njálu svo rækilega dauðum að þær
hafa ekki skotið upp kollinum siðan, enda eyðir hann ekki mörgum orðum
að þeim í þessum kafla. Hins vegar eru ritaðar heimildir Njálu raktar
hér nokkru ýtarlegar en áður, og styðst E. Ó. S. þar við rannsóknir ann-
arra fræðimanna sem fært hafa rök að því að til hafi verið sögur um Gauk
Trandilsson, Hróar Tungugoða og Fljótshlíðinga, en allar þessar sögur
má ætla að Njáluhöfundur hafi notað (þó vafasamt um Fljótshlíðinga
sögu). Um tímatalið er E. Ó. S. stuttorður, enda sýnir hann fram á að
Njáluhöfundi hefur verið lítt um tímatal hugað, heldur hagræði hann
því eftir sínu höfði í samræmi við orsakaröð sina, þegar honum býður svo
við að horfa.
Síðan er rætt um tengsl Njálu við önnur rit sem ekki hafa beint
heimildagildi um sögulega viðburði. Sést af því að Njáluhöfundur hefur
verið víðlesinn og leitað víðar fanga en í þeim ritum einum sem telja
má til sögulegra heimilda. Fyrirmyndirnar verða honum aðeins efniviður,
uppistaða sem hann vinnur úr og fellir inn í verk sitt, á sama hátt og ætla
má að hann hafi notað sér viðburði úr samtíma sínum, en það atriði ræðir
E. 0. S. aðeins lítillega, og mætti þar vafalaust ýmsu við bæta. Þessi rann-
sókn leiðir beint yfir í næsta kafla þar sem rætt er um aldur sögunnar.
Niður á við marka handrit sögunnar henni bás, og gerir E. Ó. S. ráð fyrir
að frumrit hennar geti ekki verið yngra en frá því um 1290 (svo á LXXV.
bls., en á LXXXV. bls. hneigist höf. fremur að því að setja þetta takmark
um 1285; þegar um aldur handrita er að ræða virðist þó torvelt að ætlast
á um fimm ára mun). Erfiðara er að kveða á um efri takmörkin á aldri
sögunnar. Rittengsl við aðrar sögur veita ekki örugga vissu, því að flestar