Skírnir - 01.01.1954, Side 234
230
Ritfregnir
Skirnir
Þorvarður Þórarinsson dvaldist }>ar árum saman. 3) Þorvarður Þórarins-
son hlýtur að hafa verið vel að sér í lögum, sakir langvinnra manna-
forráða undir þjóðveldislögunum, svo og vegna starfs að samningu Járn-
síðu, sem líklegt er að hann hafi átt þátt í. Njáluhöfundur er aftur á
móti allt annað en lögfróður, þó að hann hafi mikinn áhuga á lögum. —
Eins og drepið var á hér á undan er ég ekki viss um að fyrsta mótbáran
sé mikils virði, en hinar tvær eru þyngri á metunum, og verður að færa
gegn þeim rök, ef gera á sennilegt að Þorvarður Þórarinsson hafi samið
Njálu.
E. Ó. S. hefur áður getið þess til að Þorsteinn Skeggjason sé höfundur
Njálu, og minnist að lokum á þessa tilgátu sína, en heldur henni engan
veginn til streitu. Niðurstöður hans um leitina að höfundi eru orðaðar
af mikilli hófsemi, og virðist skoðun hans helzt sú að litlar líkur séu til
að höfundur Njálu verði fundinn með nokkurri vissu.
1 næstu köflunum þremur (§ 9—11), um samtíma, list og lífsskoðanir
Njáluhöfundar, eru dregnar saman í tiltölulega stuttu máli niðurstöður
E. Ó. S. af margra ára athugunum á listaverkinu Njálu. Þessir kaflar eru
meistaralega samdir, ótrúlega miklu efni komið fyrir í þröngu formi, en
framsetning öll þó lifandi og listræn, mótuð af næmum skilningi og hæfi-
leika til túlkunar á miklu listaverki. Hygg ég að E. Ó. S. hafi aldrei betur
um Njálu skrifað, en efni þessara kafla er svo mikið og samanþjappað
að engin tilraun verður gerð hér til að rekja það, enda er hverjum Njálu-
lesanda hollast að lesa það sjálfum.
Að lokum gerir E. Ó. S. grein fyrir handritum sögunnar og útgáfum.
Þar sem ég hef áður skrifað lítið eitt um handritarannsóknir E. Ó. S. (sjá
Skírni 1953) skal ekki farið nánara út í þá sálma að þessu sinni. Aðeins
eitt skal drepið á. E. Ó. S. leggur Möðruvallabók til grundvallar texta
sinum, en fyrri útgefendur höfðu Reykjabók að megintexta. Hins vegar
leiðréttir E. Ó. S. texta M þegar ættaskrá handritanna bendir til að annar
texti sé upphaflegri. Leiðir af því að Njálutexti þessarar útgáfu verður
í ýmsum minni háttar atriðum frábrugðinn hinum fyrri. Þó er munurinn
minni en ætla mætti í fljótu bragði, og stafar það bæði af þvi að beztu
handritunum ber ekki sérlega mikið á milli, svo og af hinu að fyrri
útgefendur fylgdu ekki Reykjabók eindregið heldur breyttu jafnan texta
eftir öðrum handritum, þó að ekki væri það gert eftir sömu grundvallar-
reglum og hér eru viðhafðar. Sé t. d. borið saman við útgáfu Finns Jóns-
sonar, er munurinn ekki stórvægilegur. Hins markverðasta af orðamun
annarra handrita er getið i athugasemdum, þó að vitanlega sé þess ekki
kostur að gera því full skil. Þar verður enn að leita til útgáfu Konráðs
Gislasonar, þangað til ráðizt verður í nýja textaútgáfu sögunnar, sem
gerð yrði samkvæmt handritarannsóknum E. Ó. S. og allur efniviðurinn
lagður fram. Texti slíkrar útgáfu mundi væntanlega verða að mestu hinn
sami og sá sem hér er birtur, en þá gæfist öllum kostur á að sjá í einstök-
um atriðum með hverjum hætti hann er til orðinn.