Skírnir - 01.01.1954, Síða 235
Sldrnir
Ritfregnir
231
E. 0. S. hefur leyst af hendi stórvirki með þessari útgáfu, hún er ekki
aðeins mest fyrirferðar allra bindanna af íslenzkum fornritum sem enn
eru komin út, heldur liggur að baki hennar meira starf og langvinnari
rannsóknir en títt er um þessar útgáfur, og er þó vissulega ekki kastað
til þeirra höndum. En mest er um vert að verkið er svo vel af hendi leyst
að það er bæði útgefanda til mikils sóma og öllum Njálulesendum til
hinnar mestu gagnsemdar og ánægju.
Jakob Benediktsson.
Einar Ól. Sveinsson: The Age of the Sturlungs. Icelandic Civiliza-
tion in the Thirteenth Century. Translaled by Jóhann Hannesson. Cornell
University Press. Ithaca 1933. [Islandica Vol. XXXVI.]
Þegar Sturlungaöld Einars Ól. Sveinssonar kom út nú fyrir meira en
áratug, varð það ljóst, eigi aðeins að hér var eitt af höfuðritum norrænna
fræða á ferð, heldur og að þar var bók, sem þurfti að komast á heims-
tungu, eins og ensku, sem allra fyrst. Eg var því vanur að minnast á
bókina, er eg sat fundi í útgáfunefnd í American Scandinavian Foundation,
þótt ekki bæri það tilætlaðan árangur, þar sem félagið hafði enn margt
á prjónum. Það gladdi mig því meira en litið, er eg frétti, að Jóhann
Hannesson, bókavörður íslenzka safnsins í Cornell, hafði ákveðið að þýða
bókina fyrir ritsafnið Islandica, sem hann gefur nú út, og var þetta fyrsta
verk hans sem ritstjóra safnsins.
Eg fylgdist nokkuð með þýðingunni, meðan hann vann að henni sumarið
1933, og ritdæmdi hana fyrir amerískt fræðitimarit, þegar hún kom út. Er
þar skjótt frá að segja, að eg dáðist mjög að vinnubrögðum þýðanda og
gæti trúað því, að þýðing hans stappaði nærri því að vera meistaraverk,
svo gott vald virtist þýðandinn hafa á enskri tungu. Er það ánægjulegt,
því að ekkert minna hæfði hinu ágæta verki Einars. Einar ritar skáldlegan,
tilbrigðamikinn stíl með fornlegu ívafi, og ef hann er með annan fótinn
í Sturlungu, eins og vera ber, þá stendur hann hinum fæti í bókmennt-
um og stíl nútímans framar mörgum öðrum, er um forn fræði rita. Er
það alls ekki heiglum hent, að fylgja honum um þessar krókaleiðir stílsins,
og mundi verri þýðandi en Jóhann hafa freistazt til að stytta sér leið á
stundum, en taka annars krók fyrir keldur. Það er að sjálfsögðu alveg
ómögulegt að þýða svo bók á annað mál, að ávallt svari orð til orðs, tals-
háttur til talsháttar eða jafnvel hugsun til hugsunar, og á þetta að vísu
við um íslenzku og ensku, þótt margt sé þar líkt með skyldum. En eg
hygg, að Jóhanni hafi því sem nær tekizt að gera hið ómögulega með
þessari þýðingu: hún virðist vera frumsamin á ensku. Fyrir það ber
honum stórþökk íslenzkra fræðimanna.
Stefán Einarsson.
íslenzka þjóSveldiS. Samið hefur Björn Þorsteinsson. Heimskiingla.
Prentsmiðjan Hólar h.f. Reykjavik MCMLIII.
Bók þessi fjallar um sögu Islendinga á þjóðveldistímanum eða allt frá