Skírnir - 01.01.1954, Side 236
232
Ritfregnir
Skírnir
upphafi og til þess, er þjóðin missti sjálfstæði sitt og gekk Noregskonungi
á hönd. á árunum 1262—1264. Sögurit þetta er hið ýtarlegasta, sem út
hefir komið um þetta tímaþil, 330 blaðsíður þéttprentaðar að meðtalinni
nauðsynlegri skrá um mannanöfn. Má því nærri geta, að þar sé marg-
víslegan fróðleik að finna um þetta glæsilega tímabil, sem hefir löngum
verið hetjuöld og gullöld i hugum seinni tima manna, þótt sorglegur yrði
endir þess: afsal landsréttinda og erlend áþján. Þar sem höfundur rekur
ýmsa þætti þessarar sögu mun ýtarlegar en áður og skýrir ýmis fyrirbæri
sögunnar frá öðru sjónarmiði en tíðkazt hefir, er bók hans næsta athyglis-
verð, vekur til umhugsunar og bendir á nýjar leiðir.
Fyrsti kafli ritsins, Forsaga (bls. 9—52), má heita nýjung i íslenzkum
sagnfræðiritum, enda þótt margt hafi verið um þau efni ritað á öðrum
málum. Greinir höfundur þar frá myndun landsins, forsögu mannsins,
elztu byggð Noregs, steinöld, flutningi indóevrópskra þjóða til Norður-
landa, bronsöld, keltnesku járnöldinni, fyrstu samskiptum við suðrænar
þjóðir, Germönum og rómverska rikinu, þjóðflutningunum miklu, Noregi
á tímabilinu frá þjóðflutningum til vikingaaldar, trúarbrögðum og stjórn-
arfari, Frísum og upphafi borga á Norðurlöndum. 1 yfirliti þessu, sem
byggt mun einkum á ritum þeirra A. Holmsens, Norges Historie I, Oslo
1949, H. Shetelig, Det norske Folks Liv og Historie I, Oslo 1930 og Erik
Arup, Danmarks Historie I og II, Khavn 1925 og 1932, gerir höfundur
tilraun til að rekja þjóðfélagsþróun norræna kynþáttarins fram að Islands
byggð. Þó að kafli þessi sé ekki byggður á sjálfstæðum rannsóknum
höfundar og hafi því ekki sögulegar nýjungar að flytja, er hann engu að
síður stórlega fræðandi og nýstárlegur íslenzkum lesendum, enda vel og
skipulega saminn. Vera má þó, að höfundur geri óþarflega mikið úr Frís-
um og hlut þeirra í þróun sögunnar.
Annar kafli fjallar mu víkingaöldirta (bls. 53—75), og er hann byggður
á sagnaritum þeirra manna, sem áður var getið, og fleiri. Vera má, að
ekki sé nauðsynlegt að rekja víkingaferðirnar eins nákvæmlega og hér er
gert í yfirlitsriti um íslenzka þjóðarsögu, einkum ferðir Svía í Austurvegi,
en ekki kemur það að sök. Þeir tveir kaflar, sem nú voru nefndir og taka
yfir fyrstu 75 blaðsíður bókarinnar, eru forsaga Islendinga. Þar er lýst
þeim þjóðfélagsháttum og því sögulega umhverfi, sem hinir íslenzku
landnámsmenn eru sprottnir úr. Er sú forsaga miklu ýtarlegri og skil-
merkilegri en tíðkazt hefir í fyrri söguritum vorum.
I kaflanum um landnám (bls. 76—92) bendir höfundur á, að landnúm
Islands marki tímamót í evrópskri sögu, því að það sé eins konar forleikur
að landnámi Evrópuþjóða i fjarlægum löndum og heimsálfum. Land-
námsmenn þá, sem höfundur ræðir um sérstaklega, virðist hann hafa
valið með hliðsjón af Islenzkri menningu eftir Sigurð Nordal, en það eru
einkum ættmenn og venzlamenn Bjarnar bunu, sem Landnáma segir, að
allt stórmenni á Islandi sé frá komið. Er svo að sjá sem höfðingjar af
þeirri ætt hafi haft forgöngu um stofnun allsherjarríkis á Islandi. Þess