Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 237
Skírnir
Ritfregnir
233
skal getið í sambandi við Una Garðarsson, að Jón Jóhannesson prófessor
hefir bent á það með allmiklum rökum, að sögnin um hann sé tiltölulega
ung. Er því að minnsta kosti vafasamt að telja hann meðal merkra land-
námsmanna, þótt rétt væri að geta hans í öðru sambandi. Hins vegar
sakna eg úr upptalningunni manna eins og Auðunar skökuls og Höfða-
Þórðar, sem báðir voru stórættaðir menn og kynsælir.
Hetjuöld nefnist næsti kafli (bls. 93—120). Er þar um það timabil að
ræða, sem venjulega hefir verið kallað söguöld. Skýrir höfundur þjóð-
félagsskipunina að nokkru sam ættsveitasamfélag og styðst þar einkum við
kenningar Konráðs Maurers og raunar fleiri fræðimanna. Vel þykir mér,
að höfundur gerir Skafta lögsögumanni Þóroddssyni betri skil en áður
hefir verið gert. Mun hlutur Skafta seint of metinn, þvi að sýnilegt er,
að hann hefir verið höfuðskörungur og átt allra manna mestan þátt í að
koma á lögum og reglu í þjóðfélaginu um sina daga. f næsta kafla, sem
nefnist ÞjóSarhagir (bls. 121—153), ræðir höfundur um húsakynni, at-
vinnuhætti, verzlun, verðlag og siglingar og almenna hagi manna. Byggir
hann þar m. a. á rannsóknum þeirra próf. Þorkels Jóhannessonar og próf.
Ölafs Lárussonar. Skýrir höfundur þjóðveldistímann á grundvelli efna-
hagsþróunar, og er þetta þáttur, sem um of hefir verið vanræktur i yfir-
litsritum um sögu þessa tímabils. f framhaldi af þessu ræðir höfundur
um landafundi íslendinga (bls. 155—164). Tengir hann þá annars vegar
við það, að landið var þá orðið fullbyggt og hins vegar við haiðærin um
975 og 990, sem hafi ýtt undir útflutning fólks til Grænlands.
f kaflanum um siÖaskipti (bls. 165—193) ræðir höfundur um kristni-
tökuna og islenzka frumkristni. Gerir hann þar í fyrsta sinn tilraun til
að skýra kristnitökuna á þjóðfélagsforsendum. „Fjárfrek yfirstétt notaði
hann (þ. e. kristindóminn) ekki sem skálkaskjól til þess að kúga af mönn-
um tekjur og fasteignir í guðs nafni, sökum þess að stéttaskipting var
lítt þroskuð í landinu." Hér var því grundvöllur fyrir hið bezta i kristin-
dóminum og aldrei nein hatramleg barátta gegn honum. í næsta kafla,
sem höfundur nefnir Sigur siÖmenningarinnar (bls. 195—228), segir hann
frá fyrstu biskupunum og eflingu kirkjuvaldsins, upphafi ritaldar og
klaustrum á íslandi. Er sá kafli með beztu þáttum bókarinnar og hefir
ýmislegt nýtt að flytja. Notar höfundur þar og víðar metnað manna til
skýringar ýmsum þjóðfélagsfyrirbærum. Þannig telur hann, að Jóni
biskupi ögmundssyni hafi orðið mikið ágengt nyrðra vegna þess, að Norð-
lendingar voru að keppa við Sunnlendinga um forystu í kirkjulegum
málum, og á sama hátt skýrir hann siðar framsókn Oddaverja í kapp við
Haukdæli. Einnig telur hann þennan metnað koma fram í sambandi við
stofnun og helgun klaustranna, og má þetta vel rétt vera.
Þá kemur merkilegur kafli, sem nefnist KirkjugoÖaveldi (bls. 229—
292). Greinir þar frá eflingu höfðingjavalds og helztu höfðingjaættum
landsins, deilum höfðingja, stofnun erkistóls í Niðarósi, deilum milli Is-
lendinga og Norðmanna á 12. öld, Þorláki biskupi Þórhallssyni og sið-