Skírnir - 01.01.1954, Page 238
234
Ritfregnir
Skírnir
ferðisvandamálum á þjóðveldistímanum, islenzkum dýrlingum, Guðmundi
biskupi góða og áhrifum hans, dýrtíð og harðærum og loks frá Snorra
Sturlusyni. Hér eru þættirnir um erkistólinn í Niðarósi og skipti íslend-
inga og Norðmanna á 12. öld nýjungar í sögu vorri, og kenning höfundar
um Sverri konung sem hjargvætt þjóðveldisins, sem hann gerir mjög
sennilega, er algerlega ný af nálinni. Sama er einnig að segja um Þorlák
biskup og siðferðisvandamálin (bls. 269—273). Um Guðmund góða er
höfundur mjög sanngjarn í dómum, og hefi eg ekki séð þeim einkennilega
manni gerð betri skil annars staðar.
1 næsta kafla, sem nefnist Sturlungaöld (bls. 293—312), ræðir höfundur
um Sturlu Sighvatsson og valdabrölt hans, vaxandi íhlutun konungs, enda-
lok Skúla hertoga og Snorra Sturlusonar, Þórð kakala, Gizur Þorvaldsson
og lok þjóðveldisins. Prýðilega þykir mér höfundur rita þar um Snorra
Sturluson (bls. 297—98), en annars er kaflinn um Sturlungaöldina helzti
rýr. Síðast koma svo tveir stuttir kaflar, Gamli sáttmáli og LokaorS. Þar
segir höfundur meðal annars: „Menn hafa stundum bollalagt um það,
að skortur á sterku framkvæmdavaldi hafi valdið hruni þjóðfélagsins.
Slíkar, vangaveltur eru sprottnar af vanþekkingu. Þjóðveldi er ákveðið
stig i samfélagsþróun allra þjóða, og á því stigi þekkist ekki stéttaher og
enginn grundvöllur fyrir slikt kúgunartæki. Yfirstétt Sturlungaaldar bar
að skapa sér það ríkisvald, sem yfirstéttarríkið íslenzka þarfnaðist. Þess
vegna verða aldrei neinir aðrir íslenzkir stórhöfðingjar sóttir til saka um
það, hvernig fór.“
Islenzka þjóSveldiS er fjörlega skrifuð bók á góðu og lýtalausu máli.
Fáar villur hefi eg rekizt á. Prentvilla mun það vera, er Þorvarður
Spak-Böðvarsson er nefndur Þorvaldur á bls. 89, og sama er að segja um
ártalið á bls. 212, þar sem Ketill Þorsteinsson er talinn biskup frá 1118
í stað 1122. Á einum stað er Sigurður Fáfnishani af vangá talinn Völs-
ungsson í stað Sigmundarson (Völsungssonar). Betur kann eg við að segja
önundi tréfót en önundi tréfæti (bls. 78). Það er foin venja, að samnöfn
lúti öðrum beygingarreglum, þegar þau verða að eiginnafni eða viður-
nefni, og virðist rétt að halda þeirri venju.
Margar myndir prýða bókina, og eru þær flestar gerðar eftir myndum
úr gömlum handritum. Falla þær ágætlega að efni bókarinnar og eru
smekklega gerðar.
Hafi Björn Þorsteinsson heiður og þökk fyrir bók þessa. Væri vel, ef
vænta mætti framhalds þessa verks frá hans hendi. Gott yfirlitsrit um
miðaldir sögu vorrar hefir lengi vantað.
GuSni Jónsson.
Kristján Albertson: Tungan í tímans straumi. Fjórar greinar. Helga-
fell.
Eins og heiti bókar ber með sér, birtast hér fjórar ritgerðir, sem varða
vandamál, er steðja að íslenzkri tungu, og lausn þeirra.