Skírnir - 01.01.1954, Side 239
Skírnir
Ritfregnir
235
Ritgerðirnar eru þessar:
Þróun íslenzkunnar, birtist fyrst í Skírni 1939,
Akademían og íslenzk tunga, birtist fyrst í Morgunblaðinu í október
1951,
Akademían aS verki, birtist fyrst í Morgunblaðinu í október 1951,
Einar Benediktsson og akademían, birtist fyrst í Morgunblaðinu i sept-
ember 1953.
Eins og sjá má á þessari upptalningu, hafa allar ritgerðirnar birzt
áður. í bókinni rekumst við á gamla kunningja, sem gaman er að hitta
á nýja leik. Stefna höfundar í málfarsefnum er skynsamleg. Hann vill,
að reynt sé til þrautar að smíða nýyrði íslenzkri tungu til auðgunar, en
hann er einnig andvígur því, að tökuorðaleiðinni sé lokað. Rekur hann
mörg dæmi þess, hve vel ýmis tökuorð hafa aðlagazt islenzku málkerfi.
Meginhugsun bókarinnar er sú, að til þurfi að vera sérstök stofnun —
akademía —, sem beri veg og vanda af íslenzkri málþróun. Þrjár grein-
anna eru áróður (sit venia verbo) fyrir adademíufrumvarpi Björns Ólafs-
sonar, fyrrverandi menntamálaráðherra. Um það efni mætti ýmislegt
segja. En undarlegt er, ef menn geta ekki orðið sammála um kjarna þessa
máls. En hann er sá, að komið sé á fót stofnun, sem hafi það hlutverk
með höndum að sinna málvöndun. íslenzk tunga er fjöregg íslenzks þjóð-
ernis. En tungunni hnignar, ef ekki er háð þrotlaus barátta fyrir eflingu
hennar. Sannast þar hið fornkveðna, að „þá verður eik að fága, er undir
skal búa“. Þess ber að geta, að Björn Ólafsson fékk því framgengt, að
orðabólcarnefnd Háskólans yrði að nokkru falið það starf, sem Akademí-
unni var ætlað. Það starf þyrfti þó að vera miklu margþættara en nú er.
Ýmsar athugasemdir mætti gera við bók Kristjáns. Ég mun tína fátt
eitt til. Einkum virðist mér þess gæta, að honum sé ókunnugt um ýmis
orð, sem náð hafa festu í málinu í tilteknum merkingum. Höfundur hefir
dvalizt langdvölum erlendis og af þeim sokum ekki fylgzt eins vel með
þróun orðaforðans og hann hefði gert, ef hann hefði setið heima. Á bls.
39 ræðir höfundur um þýðingar á orðinu operation, en virðist ókunnugt
um það, að orðið aSgerS (eða lasknisaSgerS, ef samband krefst) er venju-
lega orðið, sem nú er um þetta haft (til dæmis ganga undir hœttulega
aSgerS). Honum virðist einnig ókunnugt um það, að orðið veitingastaSur
er haft um restaurant (sbr. bls. 40). Þá vil ég geta þess, að ég hefi heyrt
hið gamla og fagra orð mötuneyti notað í merkingunni pensionat, en
rétt og skylt er að geta þess, að merking þess orðs er þó nokkru rýmri.
Bók Kristjáns er skemmtileg aflestrar. Hún ber fagurt vitni áhuga-
manni um íslenzkt mál. Hún er sprottin af vilja til að bæta og fegra
íslenzka tungu.
Leiður er sá siður, sem tekinn er að ryðja sér til rúms, að geta ekki
útgáfuárs bóka, en á honum ber höfundur enga ábyrgð.
Halldór Halldórsson.