Skírnir - 01.01.1954, Side 240
236
Ritfregnir
Skírnir
Árni BöSvarsson: HljóðfræSi. Kennslubók handa byrjendum. ísafoldar-
prentsmiðja h.f., Reykjavík 1953.1)
Þetta er lítil og handhæg kennslubók, 132 blaðsíður að stærð með 14
myndum og uppdráttum.
Bókin skiptist í 5 meginkafla: 1. Almenn atriði, 2. Sérhljóð, 3. Sam-
hljóð, 4. Samhengi hljóða, 5. Hljóðsaga. Kennslubókin hefur þann góða
kost, að efninu er skipulega raðað í stuttar greinar, og beinist því athygli
nemandans betur að hverju atriði en ef bókin væri skrifuð í samfellu,
aðeins með kaflaskiptingu. Að því er tekur til hins séríslenzka efnis,
styðst höf. aðallega við rit Björns Guðfinnssonar, sem var kennari í hljóð-
fræði og nútíma-íslenzku við Háskóla Islands.
Yfirleitt ber Hljóðfræði Árna höfundi sinum vitni um góða undirstöðu-
þekkingu í þessari fræðigrein, einkum að því er tekur til lýsinga á mál-
hljóðum í íslenzku og íslenzkum mállýzkum. Höf. segir i formála, að
„bókin beri nokkur merki hraðra handtaka í samningu", og sér þess viða
merki. Með meiri aðgát og einkum við lestur fleiri rita hefði höf. sjálf-
sagt leiðrétt ýmiss konar ónákvæmni og jafnvel villur, sem maður rekst
nú á hér og þar í bók hans. Ég tel hér upp nokkur atriði höf. til athug-
unar við næstu útgáfu bókarinnar:
1. Á bls. 18 talar höf. um „hljómbotna" talfæranna: munnhol, nefhol
og kok. Þessi þýðing danska orðsins „resonansbund" stendur heldur
klaufalega í þessu sambandi. Hér er ekki um „botna“ að ræða, heldur hol.
Og ef ég man rétt, finnst orðið hljómhol, sem hér á við, í „Nýyrðum 1“
ásamt nokkrum öðrum orðum úr hljómfræði.
2. Á bls. 27 (33. gr.) segir höf. um nefgöngin: „Stundum bólgna eða
þrútna veggir þeirra, t. d. oft við kvef, svo að gómfillan getur ekki lokað
fullkomlega fyrir þau. Þess vegna er kvefað fólk oft nefmælt." Hér er
málum blandað. Kvefað fólk er nefmælt, af því að nefgöngin eru lokuS,
svo að nefhljóðin verða að munnhljóðum, m, n, q verða þá í máli manna
að b, d, g. Afleiðinguna af því, að nefgöngin geta ekki lokazt, er að finna
á mæli holgóma fólks, af því að gómurinn er klofinn.
3. Ekki kann ég við að kalla / og v „varamælt“ (34. gr. og víðar),
þar sem orðið „tannvararmælt“ er eins þjált og réttara. Þá fer ekki vel
á því að kalla nefkveðin hljóð „nefjuð“ hljóð. Þá vil ég líka geta hér orðs-
ins „opna“ um op, til dæmis milli tungubaks og góms. Menn tala um
opnu í bók, en ekki um opnu í merkingunni op eða opvídd.
4. Á bls. 31 (42. gr.) segir höf. um röddun hljóða „Ef upphaf hljóðs
er eitt raddað, kallast það framraddaS, ef miðhluti þess er raddaður, er
1) Skírni barst þessi ritdómur frá Sveini Bergsveinssyni. Ritstjóra Skírnis
virtist einsýnt að birta hann, með því að margar athugasemdir Sveins eru
á rökum reistar. Hins vegar hefði litdómandinn að ósekju mátt geta þess,
að ýmislegt, sem hann finnur að í bók Árna, er runnið frá heimildar-
ritum hans.