Skírnir - 01.01.1954, Síða 241
Skirnir
Ritfregnir
237
það innraddaS, og loks bakraddad, ef niðnrlag þess. eitt er raddað." Hér
mun höf. hafa komið fram með nýja uppgötvun, sem ekki hefur verið
kunn meðal hljóðfræðinga: innrödduðu hljóðin. Um þetta atriði segir
Otto von Essen, tilraunahljóðfræðingur í Hamborg: „Stimmhaftigkeit
nur in der Mitte [des Lautes] ist bisher nicht beobachtet worden" (Allge-
meine und angewandte Phonetik, Berlin 1953, bls. 37).
5. Á bls. 33 (48. gr.): „... raunlengd þeirra (þ. e. hljóða) ... getur
verið misjöfn og er háð talhraðanum". Hér er of grunnt í árinni tekið.
Raunlengd hljóðanna fer einnig eftir framburðarþunga, þ. e. í orðum,
sem eru mælt fram af miklum þunga. 1 48. gr. segir höf., að hljóð í
áherzlulausu atkvæði nái aldrei fullri lengd og nefnir dæmi um sérhljóð
í endingum. Þetta er ekki alveg rétt. Lokasérhljóð eru þenjanleg í ís-
lenzku og geta því náð fullri lengd og gera það ósjaldan í mæltu máli.
6. Á bls. 41 telur höf. upp 4 grunnstig sérhljóða og 6 millistig, þrjú
þeirra eiga við íslenzk sérhljóð, en þriggja er ekld meir getið. Er slíkt
ekki óþarfa uppfylling? Og mér er heldur ekki kunnugt um neitt mál,
sem hefur 10 stig sérhljóða.
7. Á hls. 45: „TuíhljóS kallast aftur á móti, þegar sérhljóð — eitt hljóð
— myndast við hreyfingu talfæranna úr myndunarstað eins einhljóðs
yfir að myndunarstað annars einhljóðs.“ Þetta er heldur ófullkomin lýsing
á tvíhljóði. Ef hreyfing tungunnar næði aðeins „yfir að myndunarstað
annars einhljóðs", væri hér aðeins um einhljóS að ræða. Það, sem máli
skiptir um tvíhljóðamyndun, er, að tvö sérhljóð eru borin fram hvort é
eftir öðru í einu atkvæSi. Önnur lýsing er villandi. 1 68. gr. segir höf.:
„Stundum er éherzlan sterkust á fyrri lið tvíhljóðs. Þá er það nefnt
hnigandi.“ Nú er erfitt að sjá, hve víðtæka merkingu höf. leggur í orðið
„áherzla“. Venjulega er „áherzla" aðeins notað um hlutfallslegan atkvæða-
þunga. Slíkt kemur ekki til greina innan tvíhljóðs, sem aðeins er eitt
atkvæði. Hér er réttast að nota orðið „hljómfylling" og segja, að í hníg-
andi tvíhljóðum hafi fyrri liður meiri hljómfylling o. s. frv.
8. Á bls. 56 (99. gr.) drepur höf. á svonefnda kerfahljóðfræði. Þar
kallar hann hljóðin þrjú í — segja — sagði — sagt, sem öll eru táknuð g,
einn hljóðung (Phonem). Ekki veit ég, hvaðan hann hefur það. Þetta er
að minnsta kosti ekki málstigs-sjónarmið (synchronisch), heldur málsögu-
legt (diachronisch), þar sem hér er upprunalegt g. Hljóðungafræðingar
þykjast þó fara eftir málstigs-sjónarmiðum. Annars eru undirstöður þess-
arar fræði enn svo umdeildar, að hún á tæplega heima í kennslubók.
9. Villandi er hjá höf., er hann lýsir t, d í dönsku svo á bls. 68, að
þau endi „að jafnaði í nokkurri öng (eru með ,,s-keim“), svo að hálf-
önghljóS myndast". Slíkt á þó aðeins við um Kaupmannahafnar-framburð
og er þekktast í orðinu Tívolí (borið fram tsívólí). Hálfönghljóðið í
Kaupmannahafnarmáli er annars fremur tþ en ts svo sem í þýzku. Enda
kemur það heim við germönsku hljóðfærsluna t>tþ>þ (tres: þrír).
Þýzka hljóðfærslan nær til dæmis ekki yfir tr, sbr. tryggr: treu.