Skírnir - 01.01.1954, Síða 242
238
Ritfregnir
Skírnir
10. Á bls. 77 (156. gr.) stendur, að sch ásamt s séu „einnig til rödduð
í þýzku“. Það er almennt ekki viðurkennt, að sch sé þar til raddað. O. von _
Essen segir í áðurnefndri bók: „Dem Deutschen ist nur der stimmlose . . .
Engelaut [□: sch] bekannt" (bls. 72).
11. Mér er ekki kunnugt, að um norðvesturhluta landsins og þá á
Vestfjörðum sé „je“ eða „é“ borið fram ie (þ. e. sem tvihljóð) i staðinn
fyrir je. Er ég þó sjálfur alinn upp við norðvestur-framburðinn. En ef til
vill hefur þetta verið rannsakað.
12. Á bls. 84 (180. gr.) stendur um sveifluhljóð (þ. e. r), að sveiflur
tungubroddsins séu „oftast tvær til fimm eftir lengd hljóðsins". Hér er
nokkuð sterkt til orða tekið. 1 venjulegu mæltu máli án framburðar-
þunga er sveiflan aðeins ein til tvær nema í framburði einstakra manna.
Hins vegar hafa mælingar á framburði einstakra orða, slitnum úr sam-
hengi, sýnt meira.
13. Um aíkvœSiS segir höf. bls. 93: „Talað mál skiptist í hæSir og
lœgSir, sem koma greinilega fram, þegar framburður er mældur. Bilið
milli hverra tveggja lægða er venjulega talið eitt atkvæði . . .“ Viðvíkj-
andi hinu umdeilda atriði, hvað atkvæði sé í raun og veru, er eitt víst,
að atkvæði eða atkvæðamörk hafa aldrei verið fundin með mœlingum,
svo að öruggt sé. Atkvæði er hljómræn (prosodisch) eining, sem getur
afmarkazt frá öðru atkvæði á mismunandi hátt. f islenzku er kjarni þess
mesta hljómfylling einingarinnar.
14. Áherzlumerking samsettra orða er hæpin í c-lið 224. greinar, bls.
98. Orð eins og „áherzlumerki" og „kennaraskóli" eru þar sýnd með
tveimur aðaláherzlum hvort. Seinni liður þessara orða: „merki“ eða
„skóli“ hafa ekki jafnþunga áherzlu og fyrri liðurinn í eðlilegu máli,
hægt væri að segja, að þessir liðir hefðu sterka aukaáherzlu.
15. Á bls. 99—100 (227. gr.—231. gr.) fjallar höf. um hljómlögmál
tungunnar í kafla, er hann nefnir „Hreimur". Þetta er veikasti kafli bók-
árinnar. Höf. segir að vísu á tveim stöðum á bls. 99, að reglur þessar séu
lítt kannaðar í íslenzku. Til er þó rit, sem fjallar um hljómlögmál i
íslenzku, og nær sá kafli yfir 50 blaðsíður. Rit þetta heitir „Grundfragen
der islándischen Satzphonetik" eftir undirritaðan. Að vísu er kaflinn ekki
tæmandi, en niðurstöðurnar má telja öruggar.
Það verður að teljast óheppilegt að nota orðið „hreim“ um hin ýmsu
hljómlögmál tungunnar. Það, sem venja er að kalla hreim, eru ýmis frá-
vik hins rétta framburðar, til dæmis í munni útlendings (á erlendu máli
,,akcent“). En setjum svo, að hugtakið „hreimur" sé notað hér í víðtækari
merkingu, þá er allt um það um þrenns konar hljómlögmál að ræða, sem
halda ber aðgreindum, ekki sízt í kennslubók:
1. Setningarlag og orðtónn, sem fræðilega séð er tónstefna ræðuhluta
og tónstefna atkvæðis. Hljómreglur þessar eru ekki persónubundnar og
teljast til lögmála málsins. Þetta er ekki hægt að kalla hreim.
2. Hljómlögmál tilfinningatjáningar, sem heyrir að nokkru leyti til