Skírnir - 01.01.1954, Qupperneq 243
Sldrnir
Ritfregnir
239
lögmála hvers einstaks máls, en er að nokkru leyti almenns og mannlegs
eðlis. f framsögn kallast það hljómblær, en mætti að vísu kalla hreim,
sbr. orðin gráthreimur, kuldahreimur.
3. Einstaklingsbundið hljómlögmál, sem háð er talfærabyggingu og tal-
færabeitingu hvers og eins. Það hefur verið nefnt raddblœr á íslenzku.
Það er þýðingarminnst við hljómrannsóknir mélsins.
Þessi eða önnur álika aðgreining hefði þurft að koma fram, þvi að eins
og kaflinn er nú, þar sem lögmálum er slengt saman, kemur hann að
litlu haldi.
f skýringu sinni á „orðhreim", þ. e. tónstefnu atkvæðis, segir höf., að
„i íslenzku virðist hann vera hnigandi". Svo sem mæiingar sýna í fyrr-
greindu riti mínu, er tónstefna áherzluatkvæðis ekki hnígandi, heldur
stígandi, nema é undan þögn, þótt undantekningar finnist við sérstakan
hljómblæ.
í þessu sambandi má geta þess, að svipaða villu er að finna í lýsingunni
á sænskum „akut“-orðum (akcent 1). Höf. kallar þar „hreiminn" hnig-
andi (241. gr.), en almennt er viðurkennt, að tónninn sé þar stígandi í
áherzluatkvæðinu, séu þau tvíkvæð, til dæmis nafnorð með greini.
16. Leiðinlegar villur er að finna i hljóðsögukaflanum, þar sem höf.
minnist á brottfall samhljóðs og uppbótarlengingu undanfarandi sérhljóðs.
í 242. gr. segir svo: „Slíkt brottfall og uppbótarlenging kemur til dæmis
fram í endingum nafnháttar (gefa < *giban, sbr. þý. geben) og ýmsum
forsetningum (í, á, þý. in, an).“ í fyrsta lagi er hæpið að tala um upp-
bótarlengingu í nafnháttarendingu sagna, sem ekki er hægt að sanna, að
hafi verið til. í frumnorrænu er ekkert dæmi til um nafnháttarmynd.
í öðru lagi er upprunalegt e í „gefa“ og því myndin „*giban“ röng.
17. Á bls. 108 (252. gr.) segir, að stutta hljóðið [0] sé venjulega
táknað sömu táknum og Q í handritum. Þetta er villandi. Það er aðallega
i einu gömlu handriti, AM 645, 4to, sem 0 og Q er verulega ruglað saman,
þótt því liregði fyrir viðar.
18. f sambandi við 288. gr. á bls. 120 vil ég aðeins benda á, að tvi-
hljóðsmyndun Q í Qng gat gerzt áður en Q og 0 runnu saman í ö;
q og au eru oft táknuð sömu stöfum í handritum: au, av, a/, auk þess
sem au er táknað Qu; Q og au hafa því auðsjáanlega breytzt í ö og öy
á sama tíma. Því er sennilegra, að breytingin á Q í Qng hafi verið þessi:
Q > Qu > öy, en ekki Q > ö > öy, það er að segja fyrir, en ekki eftir sam-
runa Q og 0.
19. Aftast í hókinni er birt skrá yfir nokkur nýyrði í hljóðfræði. Það
er þarf verk, þótt fleira mætti tina til. Þar eru einstök atriði, sem ég
get ekki fallizt á: „eksperimental fonetik“ er þar íslenzkað hljóSmœlingar-
fræSi, en hefur verið nefnt tilraunahljöbfrœSi. Merkingin í hljóðmælingar-
fræði er þar of þröng, en orðið er í sjálfu sér bein þýðing lir „Phono-
metrie", sem er allt annar handleggur. Þá er „eksplosion" kallað opn-
unarstig og „lateral eksplosion" lokun meS hliSaropnu. „Eksplosion" er