Skírnir - 01.01.1954, Page 244
240
Ritfregnir
Stírnir
einfaldlega opnun, en ekki stig, frekar háttur (raodus). Þó tekur í hnjúk-
ana að kalla „lateral e.“ lokun með hliðaropnu. Slíkt felst alls ekki í
orðinu. Önákvæmar þýðingar finnast mér óviðkunnanlegar, svo sem: „blöd
gane“ = uppgómur, „hárd gane“ = framgómur, „dunkler Vokal“ =
uppmælt sérhljóð, „heller Vokal“ = frammælt sérhljóð — og fleira af
því tæi. Þótt hér sé um samsvarandi hlut að ræða, þá er hann þó séður
frá annarri hlið. Ef talað er um „hellen Vokal“ í þýzku, má eins tala
um „bjart sérhljóð" í íslenzku o. s. frv.
Þessar athugasemdir taka náttúrlega til minnsta hluta bókaiinnar, og
er margt vel um hana sem kennslubók að segja, eins og ég gat um í
upphafi. Árni Böðvarsson er um margt fróður í undirstöðu almennrar
hljóðfræði, en þó þykja mér þeir agnúar, sem hér hefur verið bent á,
helzt til margir í ekki stærri bók. Ymislegt af illgresi hefði mátt uppræta,
ef hann hefði borið handritið undir hljóðfræðing. Sumt af því gæti
náttúrlega verið einkaskoðanir höfundarins, þar sem ýmislegt er enn ekki
rannsakað til fulls. Þó hef ég sneitt hjá atriðum, sem umdeild eru, þótt
ég líti öðrum augum á þau en höf. Ég þykist vita, að almenna kennslubók
sé erfitt að semja, þar sem gera þarf grein fyrir víðtæku efni í stuttu
máli á sem skýrastan hátt, skilja aðalatriði frá aukaatriðum o. s. frv.
Megi þessar athugasemdir koma að haldi við næstu útgéfu bókarinnar.
Sveinn Bergsveinsson.