Bændablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 1

Bændablaðið - 23.10.2014, Blaðsíða 1
20. tölublað 2014 Fimmtudagur 23. október Blað nr. 429 20. árg. Upplag 63.000 Birkir Arnar Tómasson, bóndi á Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, segir ákvörðunarfælni ríkja í afstöðu til þess hvort leyfa skuli ræktun á nýju mjólkurkúakyni á Íslandi. Á innfelldu myndinni má sjá hvar fjósið er að rísa neðan við eldri gripahúsin á bænum. Myndir / HKr. 2422 Ábúendur á Móeiðarhvoli tvöfalda fjósrýmið með nýbyggingu að hollenskri fyrirmynd: Gert klárt fyrir stórgerðara kúakyn ef leyfi verður veitt Birkir Arnar Tómasson og Bóel Anna Þórisdóttir, bændur á Móeiðarhvoli í Rangárvallasýslu, eru að byggja nýtt 130 kúa fjós við bæinn. Það er um 1.500 fermetrar að grunnfleti og mun tvöfalda húsakostinn fyrir nautgripi á bænum. Nýja fjósið er allt steinsteypt og hannað að hollenskri fyrirmynd. Birkir segir að það verði vissulega eitthvað dýrara en stálgrindarhús, en á móti komi lengri endingartími. Fjósið sé líka rúmgott og með fleiri fermetra á hverja kú en hefðbundið er í íslenskum fjósum. Það geti því hentað vel fyrir stórgerðara kúakyn en það íslenska. Segir hann að fleiri bændur hafi farið svipaðar leiðir í nýbyggingum á síðustu árum. Ákvarðanafælni hjá ráðamönnum varðandi nýjan kúastofn Mest hefur verið í umræðunni að fá erfðaefni úr norskum kúm til að kynbæta þann íslenska eða rækta upp nýjan stofn. Birkir segist ekki vita nákvæmlega hvers vegna menn séu endilega að tala um norskar kýr í þessu sambandi fremur en kýr af öðrum stofnum. Sennilega séu það þó heilbrigðisástæður sem ráði þar för. Hann telur þó verst að í allri þeirri umræðu ríki mikil ákvörðunarfælni og greinilegt að í kerfinu þori menn ekki að taka afstöðu og segja af eða á. Segir íslenskar kýr ekki þola svona mikla framleiðslu „Íslenska kýrin er góð út af fyrir sig, en hún þolir ekki svona miklar kröfur um afurðir eins og gerðar eru til hennar. Þess vegna hefði ég viljað bæta hana, en fyrst vil ég að menn þori að taka ákvörðun um að leyfa slíkt eða ekki. Ef menn segja hreint út að þetta verði ekki leyft, þá vinnum við auðvitað út frá því, en þá verða menn líka að sætta sig við að mjólkin verði dýrari en annars væri mögulegt.“ Heilsufarsafföll íslenska stofnsins fáránlega mikil „Gripirnir sem menn eru að hugsa um að fá eru stærri og heilsuhraustari. Því segi ég að ef þetta eru kýr með spenana á réttum stað, þótt þeir séu kannski eilítið stærri en íslensku kýrnar og þótt þær mjólki það sama og íslensku kýrnar, þá yrðum við samt í góðum málum með að skipta út stofninum. Ástæðan er sú að heilsufarsafföllin af okkar kúastofni eru hreint fáránleg. Heilsufarið er afskaplega lélegt og kálfadauði ótrúlega mikill ásamt júgurbólgu og öðru. Að fá íslenskar kýr til að halda eða mjólka aðeins meira en meðaltalið er ekkert grín. Menn geta auðvitað sagt að ég sé búskussi og kunni þetta ekki, en ég veit að þetta er víðar svona hjá mönnum sem þekktir eru fyrir að kunna vel til verka í kúabúskap.“ Byrjar með tvo mjaltaþjóna Birkir segir að til að byrja með verði hann með tvo mjaltaþjóna í fjósinu, en þeir eiga hvor um sig að geta annað 60 til 70 kúm þegar best lætur. Undir fjósinu öllu er haughús og mun það líka nýtast gamla fjósinu á bænum. Hann segist ekki hafa farið út í að vera með söfnunartanka fyrir utan húsið eins og þekkist víða erlendis. Þar eru slíkir tankar einmitt töluvert notaðir til söfnunar á metangasi sem síðan er nýtt til orkuframleiðslu. Hann segir ástæðuna fyrst og fremst vera hagkvæmnissjónarmið. Það hafi þurfti að grafa niður á fast fyrir fjósinu á Móeiðarhvoli. Því hafi verið skynsamlegast að nýta grunninn fyrir haughús í stað þess að fylla hann upp með möl. Þá segist Birkir hafa kynnt sér hvernig þróunin sé í slíkum byggingum úti í Evrópu. Þar séu menn einmitt mikið að hverfa aftur til þess að vera með haughús undir gripahúsunum, en beita nýrri tækni þannig að hvorki sé hætta á gas- eða lyktaruppstreymi og eru gúmmílokur sem hindra það. Þeirri tækni verður þó ekki beitt til að byrja með í nýja fjósinu á Móeiðarhvoli, þótt vel megi koma henni fyrir síðar meir. Hyggst hefja mjaltir í nýja húsinu fyrir áramót – Hvenær verður nýja fjósið svo tilbúið? „Það stóð nú til að byrja að mjólka í fjósinu fyrir áramót. Það má þó ganga ansi vel svo af því geti orðið. Framkvæmdir gengu mjög vel í sumar, en svo gekk ekkert í september út af veðri. Það var t.d. ekki hægt að hreyfa byggingakrana hér í langan tíma,“ sagði Birkir. /HKr. Eistlendingar í veitingarekstri á Þórshöfn 16 Mörg afburðalömb á landsvísu Dreymir stundum sápur á nóttunni MS kærir til áfrýjunarnefndar samkeppnismála Í yfirlýsingu frá Mjólkur- samsölunni kemur fram að MS hafi kært til áfrýjunarnefndar samkeppnismála niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins þess eðlis að fyrirtækið hafi misnotað markaðsráðandi stöðu sína. MS krefst þess að niðurstaða Samkeppniseftirlitsins og sekt upp á 370 milljónir króna verði felld niður og grundvallar kröfu sína á því að niðurstaða eftirlitsins byggist á nýrri og fordæmalausri túlkun á búvörulögum. Auk þess telur MS að stórfelldir annmarkar séu á málsmeðferð sem ættu að verða til niðurfellingar málsins. Einar Sigurðsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar, segir í viðtali við Bændablaðið að hann telji úrskurð Samkeppniseftirlitsins byggja á grundvallarmisskilningi á eðli viðskiptanna sem áttu sér stað og sé að leggja að jöfnu ólík viðskipti. „Annars vegar skilmálalausa sölu á mjólk til þeirra sem hafa frjálsar hendur við vinnslu hennar og miðlun á mjólk innan framleiðslusamstarfs MS og Kaupfélags Skagfirðinga og við byggjum okkar vörn á stórum hluta á því.“ Hann segir einnig að hugmyndin að baki því að veita MS undanþágu frá samkeppnislögum byggi á því að ábatinn af rekstrinum, með aðhaldi frá verðlagsnefnd búvara, skili sér til bænda og neytenda. Fjallað er um málefni MS á blaðsíðum 26 til 29. /VH Landsmót í uppnámi Samkvæmt heimildum Bænda- blaðsins er engin lausn í sjónmáli varðandi fyrirkomulag og staðarval á næsta Landsmóti hestamanna. Það hefur verið frekar regla en undantekning að deilur hafi spunnist í kjölfar staðarvals Landsmóts sem haldið er annað hvert ár. Það breyttist ekkert á stormasömu landsþingi Landssambands hestamanna (LH) sem haldið var á Selfossi um liðna helgi. Í kjölfar heitrar umræðu um mál er tengjast Landsmóti og staðarvali þeirra, sagði Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamanna, af sér og gerði stjórn félagsins slíkt hið sama. Fráfarandi stjórnarmenn hafa þó tekið að sér að starfa sem starfsstjórn fram til 8. nóvember næstkomandi þegar landsþingi verður fram haldið. Lýst hefur verið eftir framboðum til nýrrar stjórnar LH sem kosin verður á framhaldsþinginu. - Sjá frekari umfjöllun og viðtal við fráfarandi formann LH á bls. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.