Bændablaðið - 23.10.2014, Síða 14
14 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014
Heildartekjur eftirlitsaðila
og landeigenda af sölu
h re i n d ý r a v e i ð i l e y f a á
síð asta ári voru rúmar 133
milljónir króna. Kostnaður
Náttúrustofu Austurlands
og Umhverfisstofnunar af
rannsóknum er svipaður en
Náttúrustofan þarf að afla
sértekna til að mæta kostnaðinum.
Þetta kom fram í svari
Sigurðar Inga Jóhannssonar,
umhverfis- og auðlindaráðherra,
við fyrirspurn Líneikar Önnu
Sævarsdóttur, Framsóknarflokki,
Norðausturkjördæmi, sem lagt var
fram á Alþingi fyrir skömmu.
Fram kom í svari ráðherra að
tekjur sem til verða þegar veiðimenn
skila inn leyfum, m.a. ef þeir hafa
ekki staðist skotpróf, hafa hækkað
töluvert milli áranna 2012 og 2013.
Þá hafi almennt aukist að leyfum sé
skilað.
Tekjur frá 82 þúsund
upp í 1,2 milljónir
Bróðurpartur tekna fór til landeigenda
og ábúenda, eða tæpar 107 milljónir
króna, og skiptust þær á milli fjölda
aðila, alls 962 fengu tekjur vegna
hreindýraveiða. Meðaltalið er um 111
þúsund krónur, en hæsta greiðslan
nam rúmum 1,2 milljónum og sú
lægsta var 82 þúsund. Vera kann
að einhver sé tvítalin, þ.e. fá arð af
fleiri en einni jörð eða ef landareign
skiptist milli margra.
Tekjurnar skiptust þannig að
tæpar 80 milljónir króna fóru til
einstaklinga og tæplega 27 milljónir
til sveitarfélaga, ríkis eða lögaðila.
Fram kom einnig í svari ráðherra
að kostnaður Umhverfisstofnunar
við stjórn og eftirlit með veiðum
nam rúmum 19 milljónum króna og
kostnaður Náttúrustofu Austurlands
við vöktun og rannsóknir nam um 20
milljónum króna.
Umhverfisstofnun fékk um 2
milljónir af sölu leyfanna en Náttúru-
stofan 8,5 milljónir. Heildarkostnaður
Náttúrustofunnar undanfarin fimm
ár af vöktun og rannsóknum hefur
numið ríflega 99 milljónum króna.
Tekjur af sölu leyfa hafa verið 28,5
milljónir og aðrar tekjur tæpar 58
milljónir, samtals 86,5 milljónir.
Viðbótartekjur koma frá
Landsvirkjun
Stærstur hluti viðbótarteknanna
hefur komið frá Landsvirkjun en
styrkur þaðan hefur lækkað úr 12
milljónum árið 2009 í fimm milljónir
árin 2012 og 2013. Fjárveiting frá
fjárlaganefnd Alþingis upp á 6,4
milljónir króna var afnumin árið
2012. Uppsafnaður halli þessara
fimm ára nemur því 12,8 milljónum
króna en hann hefur aðallega orðið til
síðustu tvö ár. Fram kemur í svarinu
að honum hafi verið mætt með öðru
rekstrarfé Náttúrustofunnar. /MÞÞ
Heildartekjur landeigenda og eftirlitsaðila af hreindýraveiðum:
Tæplega þúsund fá tekjur en mismiklar
– Færist í aukana að leyfum sé skilað
Slátrarar SS frá Hellu og Djúpadal fyrir hálfri öld:
Hittast í Hellubíói síðasta sumardag
Á morgun, föstudaginn 24.
október, kl. 20, þegar gormánuður
er á næsta leiti, ætla slátrarar frá
Hellu og Djúpadal fyrir rúmri
hálfri öld að hittast í Hellubíói.
Munu slátrararnir snæða saman
og dansa með fornum tilþrifum,
að sögn Sigurðar Sigurðssonar,
fyrrverandi slátrara með meiru.
Áður hafa Hellumenn hist af þessu
tilefni, en það var árin 2011, 2005
og 1995, en nú ætla hóparnir frá
Djúpadal og Hellu að sameinast og
rifja upp gamlar gleðistundir ásamt
mökum og vinum. Verði mun stillt í
hóf, en gleðin við endurfundi verður
ótakmörkuð, að sögn Sigurðar.
Hér er Elli í Vatnsdal að leika í
Smáratúni fyrir Djúpadalshópinn.
Fé í Áfangagili.
Sjálfskipaða nefndin.
Bróðurpartur tekna fór til landeigenda og ábúenda, eða tæpar 107 milljónir
króna, og skiptust þær á milli fjölda aðila, alls 962 fengu tekjur vegna
hreindýraveiða. Mynd / Austurglugginn
Háskólaráð Háskólans á Hólum vill efla háskólanám:
Ársverkum hefur fækkað
um 20% frá 2009
– Álag og kröfur á starfsmenn hafa margfaldast
„Háskólaráð Háskólans á Hólum
skorar á þjóðkjörna fulltrúa
að efla háskólanám á Íslandi
og stuðla þannig að jákvæðri
þróun efnahagslífs á Íslandi til
framtíðar,“ segir í ályktun sem
samþykkt var á fundi háskólaráðs
Háskólans á Hólum.
Fram kemur að Háskólinn á
Hólum sé menntastofnun sem
sérhæft hafi sig í rannsóknum og
kennslu í ferðamálafræðum, fiskeldi-
og fiskalíffræði og hestafræðum. Öll
fræðasvið háskólans styðji þannig
við ört vaxandi atvinnugreinar sem
allar skapi þjóðfélaginu auknar og
nauðsynlegar gjaldeyristekjur. Aukin
verðmætasköpun atvinnugreinanna
byggist á menntun fagfólks,
rannsóknum, nýsköpun og
uppbyggingu þekkingar um allt land.
Háskólinn á Hólum þjónar
nemendum af öllu landinu, þótt
stærstur hluti nemenda hans komi
af höfuðborgarsvæðinu. Staðsetning
skólans og aðstaða er fágæt og
veitir nemendum einstakt tækifæri
til menntunar. Námsframboð
Háskólans á Hólum eykur fjölbreytni
háskólanáms á Íslandi og um það ber
að standa vörð, íslensku atvinnulífi
og efnahag til hagsbóta.
Enn skal sorfið að
Í ályktun háskólaráðs segir að
menntakerfi Íslands á háskólastigi
hafi verið fjársvelt á undanförnum
árum, hvort heldur sé tekið mið
af fjármögnun háskólanáms á
Norðurlöndum eða meðal ríkja
OECD, og hefur Háskólinn á
Hólum ekki farið varhluta af þeirri
uggvænlegu þróun. Enn fremur
segir að ársverkum við skólann hafi
fækkað um 20% frá árinu 2009 (úr
51,6 í 40) á sama tíma og kostnaður
vegna stundakennslu stendur í
stað. „Álag og kröfur á starfsmenn
skólans hafa margfaldast, og enn skal
sorfið að sé mið tekið af frumvarpi
til fjárlaga 2015. Samkvæmt
frumvarpinu verður ekki greitt með
68 nemendum og nemur sú upphæð
allt að 60 milljónum króna sem í
raun vantar upp á eðlilegan rekstur
skólans.“
Háskólinn á Hólum hefur í gegnum
árin haft hátt hlutfall sértekna m.a.
á formi rannsóknastyrkja og fagnar
háskólaráð því að í fjárlögum sé veitt
auknu fé í samkeppnissjóði en leggur
áherslu á að rekstrarumhverfi skólans
verður jafnframt að vera tryggt.
www.bbguesthouse.is
2 manna
herbergi
9.000
kr
iÁ leiðinni til útlanda?
Sjóböð ehf. sækja um lóð við Húsavíkurhöfða
Bæjarstjórn Norðurþings tók
til afgreiðslu erindi frá félaginu
Sjóböð ehf. á Húsavík, en það
hefur hug á að byggja upp og
reka sjóböð við Húsavíkurhöfða.
Félagið hefur óskað eftir
viðræðum við yfirvöld um lóð undir
starfsemi sína, norðan og austan
við vitann á Húsavíkurhöfða. Á
lóðinni hyggst félagið byggja upp
og reka sjóböð sem nýta munu
heitt vatn úr borholum á svæðinu.
Efnasamsetning vatnsins er
talin heilsusamleg væntanlegum
baðgestum. Áætluð stærð bað-
svæðis er 985 m² og fyrirhugað
byggingarmagn 498 m². Til lengri
framtíðar verði mögulega byggt
heilsuhótel á svæðinu í tengslum
við sjóböðin.
Skipulags- og byggingarnefnd
sveitarfélagsins hefur fagnað þeim
hugmyndum sem fram koma í
erindinu og gerir það í bókun sem
samþykkt var samhljóða á fundi
nefndarinnar á dögunum. Þar er
einnig hvatt til þess að hafnar
verði viðræður við umsækjanda
lóðarinnar um breytingar á
aðalskipulagi og gerð deiliskipulags
vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Sveitarstjórn Norðurþings tekur
undir bókun nefndarinnar.
Húsavík. Mynd / HKr.