Bændablaðið - 23.10.2014, Side 22

Bændablaðið - 23.10.2014, Side 22
22 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Héraðssýning á lambhrútum á Ströndum haustið 2014: Mörg afburðalömb á landsvísu Um árabil hafa sauðfjárbændur á Snæfellsnesi og í Dölum gengist fyrir héraðssýningum á lambhrútum þar sem menn hafa getað borið saman blómann af þeim gripum sem skarað hafa fram úr í haustskoðunum hrútlambanna á hverju ári. Slíkum sýningum verður ekki komið á nema í héruðum þar sem ástand smitsjúkdóma hjá sauðfé er í góðu lagi. Nú á þessu hausti blés félag sauðfjárbænda á Ströndum til slíkrar sýningar. Bitrugirðing skiptir svæðinu í tvö varnarhólf (syðstu bæir í Bæjarhreppi liggja að vísu utan beggja varnarhólfa). Sýningin var haldin laugardaginn 11. október. Fyrir syðra hólfið í glæsilegri fjárhúsbyggingu hjá Þorgerði og Gunnari í Bæ 2 en í nyrðra hólfinu í hinum miklu og glæsilegu fjárhúsum hjá Sigríði og Ragnari á Heydalsá. Dómarar á sýningunni voru Eyþór Einarsson og sá sem þennan pistil skrifar. Þrír flokkar Sýningalömbunum var, eins og hefðbundið er á hliðstæðum samkomum, skipt í þrjá hópa; dökk eða mislit lömb, hyrnda hvíta hrúta og kollótta hvíta hrúta. Mislitu hrútarnir voru samtals 12, þeir hyrndu 20 og kollóttu hrútarnir samtals 51. Lambhrútar á syðri sýningunni voru 36 alls en 47 samtals á nyrðri sýningunni. Kollóttur hrútur frá Broddanesi efstur mislitu lambanna Af dökku og mislitu lömbunum dæmdist efsta sæti lambi nr. 57 í Broddanesi 1. Þetta er grákollóttur hrútur. Hann hefur einstaklega mikla og góða holdfyllingu, er réttvaxinn og vel gerður með góða bollengd. Hrútur þessi er skyldleikaræktaður afkomandi Brodda 07-015 sem var afi grákollsins í báðar ættir. Úrvalsgóða kynbótahrúta er að finna undan Brodda um allt land, sem seldir hafa verið frá Broddanesi á undangengnum árum. Í öðru sæti var lamb 552 í Odda í Bjarnarfirði. Hrútur þessi er svartur og hyrndur. Hann var fádæma vænn, 59 kg, með mjög þykka vöðva, mikla breidd og frábæra bollengd og holdfylling afbragðsgóð. Faðir svarta drekans er Myrkvi 13-018 frá Bæ í Árneshreppi sem var undan Mána 09-849 en móðir lambsins er frábær mjólkurær vegna þess að honum fylgir af fjalli annar 50 kg hrútur og undangengin ár hefur hún skilað viðlíka lömbum. Í þriðja sætinu var síðan lamb nr. 111 á Melum 2 í Árneshreppi. Hrútur þessi er svartbíldóttur að lit, ekki fyrirferðarmikill en klettþungur miðað við stærð. Þetta er afbragðsvel gerður hrútur og aðalsmerki hans feikilega vel lagaður lærvöðvi. Eins og áðurnefndir hrútar á hann einnig göfugar ættir. Faðir hans, Glópur 12-785, hefur verið aðalkynbótahrútur Kristjáns síðustu tvö árin og móðurfaðir hans, Tindur 08-539, sem var fæddur Kristjáni var einn aðalkynbótahrútur í Árneshreppi um árabil. Fagurt lamb frá Stórhömrum efst hyrndu hrútanna Af hyrndu lamhrútunum var heldur fleiri þeirra að finna á sýningunni í syðra hólfinu. Í þessum hópi hreppti efsta sætið lamb nr. 216 á Smáhömrum. Þetta er einstaklega fagurt lamb með frábæra holdfyllingu, tekið var á kúptum vöðvum hvar sem eftir var leitað á skrokki lambsins. Mikill glæsigripur. Faðir hans heitir Hringur 13-053 en hann er sonur Hergils 08-870 en móðurfaðir lambsins er Prjónn 07-812 sem lambið hefur áreiðanlega nokkuð af prúðleika sínum frá. Í öðru sæti dæmdist lamb 51 í Skálholtsvík. Að öllu leyti fór hér líka afburðalamb. Hann er mjög vænn með frábærlega þétt hold og ákaflega vel gerður, lærahold frábært og bakvöðvi með því þykkasta sem gerist hjá sýndum lömbum. Þetta lamb átti að föður Grámann 10-884 og í móðurætt rekur hann sig beint til Nykurs 05-084 sem á sinni tíð var einn albesti sonur Spaks 00-909 sem fram kom, en Guðmundur notaði þann hrút um árabil og skilaði hann miklu góðu hjá honum. Þriðja sætið í þessum flokki féll síðan í hlut lambs 248 í Broddanesi 1. Þetta lamb er einstaklega fagur og föngulegur, hreinhvítur hrútur. Lambið er bollangt með mikla og þykka vöðva hvar sem á honum er tekið. Faðir lambsins er Bjartur 11-055, einn úrvalshrútanna í Broddanesi 1, en móðurfaðir hans er Bogi 06-776 á Heydalsá sem var landsþekktur fyrir einstaka vöðvafyllingu og hefur komið mjög sterkt inn í ræktun á fénu í Broddanesi 1 síðustu árin. Kollóttu hvítu hrútarnir í nyrðra hólfinu sterkastir Eins og áður segir voru kollóttu hvítu hrútarnir langstærsti hópurinn að fjölda og sömuleiðis öflugastir að gæðum. Þó að allir hrútar sem sýndir voru á báðum sýningunum væru allt prýðisgóð ásetningslömb þá voru hóparnir misjafnir að gæðum eftir sýningastöðum. Kollóttu hvítu hrútarnir sem mættu til sýningar í nyrðra hólfinu voru tvímælalaust sterkastir þannig lambahópur, sem nokkru sinni hefur mætt á slíka sýningu hérlendis. Vandalítið er að bæta við að hvergi hér á landi mundi vera mögulegt að finna slíkan kostahóp kollóttra lamba nema þarna. Toppurinn í þessum hópi var sjálfskipaður, slíkir voru yfirburðir þess lambs, en fyrir rúmlega tug hrúta sem þar stóðu næstir hefði verið auðvelt að færa rök fyrir nánast hverjum þeirra sem var í næstu sætum. Þess vegna verður hér gerð grein fyrir þeim fimm hrútum, sem við dómarar úthlutuðum efstu sætum í þessum einstaka hrútahópi. Einstakt kollótt lamb númer 75 frá Melum í 1. sæti Í fyrsta sæti var lamb nr. 75 á Melum 1 í Árneshreppi. Þessi hrútur er fögur kind á velli og öll holdfylling lambsins er einstök. Hann er framúrskarandi vel byggður og lærahold lambsins með fádæmum. Þetta er eitt jafnglæsilegasta kollótt lamb, sem ég minnist að hafa farið höndum um hér á landi. Faðir að þessu metfé er Baugur 10-889 en móðurfaðir hans Kassi 10-649, sem var frábær hrútur sonur Stera 07-855. Þessi tvílembingur var 54 kg að þyngd með 34 mm þykkan bakvöðva, en tvílembingsbróðir hans var þarna einnig sýndur og var sá hrútur 59 kg að þyngd, miklu bollengri en bróðir hans en alls ekki jafn fágaður og heilsteyptur og sá er efstur stóð. Annað sæti á sýningunni skipaði í þessum flokki lamb nr. 159 frá Bæ í Árneshreppi. Var þetta það lamb á sýningunni sem mælst hafði með þykkastan bakvöðva eða 39 mm. Hrúturinn var allur ákaflega þéttholda og læraholdin voru feikilega mikil, en öfugt við stóran hluta kollóttu hrútanna á sýningunni er hann ekki hreinhvítur. Faðir þessa lambs er Ási 13-001 frá Árbæ í Reykhólasveit en lömb undan honum sýndu mjög athyglisverðar niðurstöður í Bæ í haust í stórri rannsókn þar fyrir sæðingastöðvarnar og verður áreiðanlega horft til Ása til notkunar á sæðingastöð á næstu árum. Í þriðja sæti kom síðan lamb nr. 51 í Broddanesi 1. Þetta var ákaflega heilsteypt lamb að allri gerð, sterkbyggt og vel gert með langan bol og feikilega mikla holdfyllingu. Þetta lamb er undan Kjarki 12-063, eins hinna öflugu hrúta í Broddanesi 1, og að baki í móðurætt er að finna marga af þekktustu kynbótagripum síðari ára á þessu landsþekkta ræktunarbúi. Í fjórða sætinu kom síðan lamb nr. 20 á búi þeirra Sigríðar og Ragnars á Heydalsá. Þetta er fádæma fagurt lamb, með langan sívalan bol sem klæddur er þykkum vöðvum. Faðir þessa hrúts er Salómon 12-102 sem er sonur Stafs 10-645 í Steinstúni frá því að hann var notaður á Heydalsá einn vetur vegna afkvæmarannsókna fyrir sæðingastöðvarnar. Fimmta sætið féll í hlut lambs nr. 18 á Melum 2 í Árneshreppi. Þetta er frábærlega jafnvaxið, vel gert og holdgróið hrútlamb. Þessi hrútur á að föður Glóp 12-785 og því hálfbróðir Þrír bestu kollóttu hrútarnir á sýningunni á Heydalsá. Gunnar í Bæ með lamb 142, Björn á Melum 1 með lamb 75 og Jón í Broddanesi 1 með lamb 51 (sem virðist orðið þreytt á tilstandinu). Lamb númer 75 á Melum var jafnframt dæmt besti gripur sýningarinnar í heild. Myndir / Gunnar Þórisson á Melum Ármann í Laxárdal, Bjarnar í Skálholtsvík 2, Þorvaldur í Skálholtsvík 2, Hannes á Kolbeinsá og Bjarni á Leiðólfsstöðum dæmdur besti einstaklingur á þessari sýningu. Verðlaunum hampað fyrir þrjá bestu hyrntu hrútana í Strandasýslu haustið 2014. Talið frá vinstri: Guðjón Örn Magnússon á Þambárvöllum, sem hljóp í skarðið fyrir afa sinn, Jón í Broddanesi 1, sem hreppti þriðja sætið. Guðmundur Waage í Skálholtsvík sem var í öðru sæti og Guðbrandur Björnsson á Smáhömrum sem var í fyrsta sæti.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.