Bændablaðið - 23.10.2014, Qupperneq 48
48 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014
Núverandi ábúendur tóku við búi
af foreldrum Hörpu 1999. Fénu
var fjölgað og gömlu minkabúi,
sem til var, breytt í fjárhús til
viðbótar við 300 kinda hús sem
fyrir voru.
Svo er verið að byggja núna
aðeins í viðbót þannig að fénu fjölgar
líklega eitthvað á næstunni.
Býli: Ytra-Vallholt.
Staðsett í sveit: Fyrrverandi
Seyluhreppi í núverandi Sveitar-
félaginu Skagafirði.
Ábúendur: Björn Grétar Friðriksson
og Harpa Hrund Hafsteinsdóttir.
Fjölskyldustærð (og gæludýra):
Friðrik Snær, 13 ára, Hafsteinn Máni,
11 ára og Birta Lind, 2 ára.
Stærð jarðar? Um 250 ha.
Gerð bús? Blandað bú.
Fjöldi búfjár og tegundir? 600
kindur, 50 hross, 2 hundar, 3 kettir
og 3 hænur.
Hvernig gengur hefðbundinn
vinnudagur fyrir sig á bænum?
Mjög misjafnt eftir árstíðum. Á
veturna eru það gjafir og tamningar
sem taka mestan tímann, á sumrin
heyskapur og önnur tilfallandi verk.
Skemmtilegustu/leiðinlegustu
bústörfin? Sauðburðurinn
skemmtilegastur en biluð tæki og
skítmokstur leiðinlegast.
Hvernig sjáið þið búskapinn
fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár?
Vonandi svipaður nema betra fé og
betri hross.
Hvaða skoðun hafið þið á
félagsmálum bænda? Þau eru
bara í góðu gengi.
Hvernig mun íslenskum
landbúnaði vegna í framtíðinni?
Bara vel enda verið að framleiða
úrvals vöru.
Hvar teljið þið að helstu tækifærin
séu í útflutningi íslenskra búvara?
Lambakjöt og mjólkurvörur.
Hvað er alltaf til í ísskápnum?
Mjólk, smjör, ostur og rabarbara-
sulta.
Hver er vinsælasti maturinn á
heimilinu? Mjög misjafnt eftir
heimilismeðlimum.
Eftirminnilegasta atvikið við
bústörfin? Þegar fyrsta hrossið
okkar fór í fyrstu verðlaun. Búin að
eignast mörg fyrstu verðlauna-hross
síðan en það toppar ekkert gleðina
yfir þessu fyrsta.
Líf og lyst
BÆRINN OKKAR
Hollari hamborgarar
og kótiletturnar hennar mömmu
Ekkert lát er á vinsældum
hamborgarans. Hamborgarastaðir
spretta upp eins og gorkúlur og
margir velja að kaupa hamborgara
fyrir fjölskylduna úti í búð. Í
raun er hamborgarinn út af
fyrir sig ekki óhollur en það eru
hins vegar margar hitaeiningar í
majonessósum og djúpsteiktum
frönskum kartöflum sem mörgum
finnst ómissandi þáttur í góðri
hamborgaramáltíð.
Fyrir þá lesendur Bændablaðsins
sem kjósa að gefa hamborgurunum
frí fylgir uppskrift að gömlu góðu
kótelettunum hennar mömmu sem
svíkja engan.
En hvernig er hægt að gera
hamborgarann hollari? Það eru
nokkur ráð við því:
• Það er hægt að víxla sósum.
Setja próteinríka gríska jógúrt
eða marið avókadó í staðinn
fyrir majónes.
• Nota heilhveitibollur í staðinn
fyrir hvítt hamborgarabrauð.
• Gott og hollt er að bæta ferskum
kryddjurtum í hamborgarann.
• Setjið spínat eða önnur græn
vítamín, eins og sellerí eða
grænkál, sem álegg.
• Frábært er að hressa upp á
hamborgarann með Sriracha
eða Chipotle chili-sósum.
Hægt er að blanda þeim við
jógúrtina eða sýrða rjómann.
• Búðu til þín eigin ham-
borgarabrauð með heil hveiti og
slepptu öllum rotvarnarefnum.
Það er líka hægt að fara alla
leið og nota kál í stað brauðs
eða jafnvel setja kjötborgarann
milli tveggja sneiða af kúrbít!
• Skiptið frönskunum út fyrir
létteldaðar eða hráar gulrætur
sem gott er að dýfa í jógúrtina
eða sýrða rjómann.
Heimabakaðar hveitipönnukökur
fyrir hamborgara
„quesadilla burger“
Hráefni:
› 260 g hveiti (2 bollar af hvítu hveiti)
› 1 1/2 tsk. lyftiduft
› 1 tsk. salt
› 2 tsk. jurtaolía
› 225 g heitt vatn (3/4 bolli)
Aðferð
Sameinið hveiti, lyftiduft og salt í
skál. Í öðru íláti sameinið heitt vatn
og olíu.
Bætið við vatni/olíublöndu í
hveitiblöndu, eina matskeið í einu
og blandið deigið með gaffli. Þegar
vatninu er blandað í, skal bæta
við annarri matskeið af vatni og
endurtaka ferlið þar til allt vatnið
er komið út í deigið.
Þegar vatnið er komið út í verður
deigið klístrað. Hnoðið í skálinni.
Hveiti stráð á borð og deigið hnoðað
í kúlur sem síðan eru flattar út með
kökukefli. Þær eru síðan steiktar á
pönnu eins og flatkökur og notað
sem hamborgarabrauð. Líka hægt
að nota tilbúnar pönnukökur en þá
þarf að skera þær út með hringformi.
Svo er notað mikið af rifnum osti
á milli laga.
„Southwest Seasoning“
kryddblanda fyrir hamborgara
Hráefni:
› 2 tsk. malað kúmen
› 2 matskeiðar paprikuduft
› 1 tsk. svartur pipar
› 1/2 tsk. cayenne-pipar
› rauðar piparflögur (eftir smekk)
› 1 tsk. salt
› 1 matskeið þurrkað oregano
Aðferð
Blandið saman og notist eftir
þörfum.
Ekki skemmir þessa máltíð
að bera fram ferskt tómatsalsa úr
íslenskum tómötum.
Tómatsalsa - pico de gallo
Hráefni:
› 1 meðalstór tómatur
› 1 laukur, fínt saxaður
› 1/2 ferskur chili (t.d. jalapeno-pipar,
fræhreinsaður og hakkaður fínt)
› 2 stilkar ferskt kóríander, fínt hakkað
› 1 vorlaukur, fínt hakkaður
› 1/2 tsk. hvítlauksduft eða einn geiri
hvítlaukur
› 1/8 tsk. salt
› 1/8 tsk. pipar
Kótilettur eins og þær voru
hjá mömmu
Fyrir 3–4
Hráefni:
› 12 lambakótilettur
› 1 egg
› 3 msk. mjólk
› 1 bolli þurr brauðmylsna
› nýmalaður pipar
› salt
› 75 g smjör eða smjörlíki
› 2 stilkar rósmarín eða önnur kryddjurt
Aðferð
Kótiletturnar þerraðar, hluti af
fitunni e.t.v. skorinn burt (einkum af
rifinu) og barðar létt með buffhamri.
Egg og mjólk léttþeytt saman og
brauðmylsnan krydduð með pipar
og salti ásamt kryddjurtum. Líka
hægt að steikja nokkra stilka af
rósmarín til að gefa gott bragð
í fituna. Smjörið brætt á stórri,
þykkbotna pönnu. Kótilettunum
velt upp úr eggjablöndunni og síðan
brauðmylsnunni. Brúnaðar á báðum
hliðum við góðan hita en síðan er
hitinn lækkaður og kótiletturnar
steiktar áfram við hægan hita í 8–10
mínútur. Snúið einu sinni. Þá eru þær
teknar af pönnunni og raðað á heitt fat.
Meira smjör e.t.v. brætt á pönnunni og
borið fram með léttsteiktu grænmeti.
MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI
Ytra-Vallholt
Fjölskyldan.
Gletta. Sumar 2013.