Bændablaðið - 23.10.2014, Side 38

Bændablaðið - 23.10.2014, Side 38
38 Bændablaðið | Fimmtudagur 23. október 2014 Á árunum milli 1930 og 1940 unnu vélaframleiðandinn David Brown og verkfræðingurinn Harry Ferguson að hönnun og framleiðslu á dráttarvél sem gekk undir nafninu Ferguson- Brown. Báðir þessi menn voru miklir harðhausar og gekk samstarfið vægast sagt illa. Einungis voru framleidd ríflega 1.300 eintök af þessum traktor. Uppruna David Brown-traktora má rekja til ársins 1860 þegar enskt fyrirtæki með sama nafni hóf að framleiða tannhjól úr tré sem voru meðal annars notuð í vindmyllur. Fljótlega fór fyrirtækið einnig að framleiða tannhjól og úr pottjárni og stáli og síðar gírkassa. Ferguson-Brown Árið 1930 hóf David Brown III samstarf við írska verkfræðinginn Harry Ferguson sem gekk út á að framleiða drátt ar- vélar. Báðir menn voru skapmiklir og samstarfið gekk vægast sagt illa. Þrátt fyrir ágrein- inginn hóf Brown framleiðslu á lítilli 20 hestafla vél sem gekk undir nafninu Ferguson-Brown. Ferguson sá aftur á móti um sölu- og markaðsmál vélanna. Framleiðsla gekk vel í fyrstu en eftir spurnin var takmörkuð þar sem vélarnar þóttu dýrar enda tvöfalt dýrari en Fordson-dráttarvélar á sama tíma. Ekki voru framleidd nema ríflega 1.300 eintök af Ferguson-Brown traktorum. Undirferli og leyndarmál Ágreiningur Brown og Ferguson jókst og neitaði Ferguson að gera nokkrar umbætur á vélinni og kenndi lakri framleiðslu Brown um allt sem miður fór. Þegar Brown frétti að Ferguson hefði farið til Bandaríkjanna til að kynna Henry Ford hugmyndir sínar um nýja dráttarvél án samráðs við sig hóf hann í leyni að hanna nýjan traktor. Traktorinn sem Brown hannaði fékk nafnið Vaki og gætti hann þess að í honum væru engir vélahlutir sem Ferguson hefði hannað eða ætti einkaleyfi á. Framleiðsla Vaki hófst um það leyti sem seinni heimsstyrjöldin skall á og fram til ársins 1954 voru framleiddar hátt í 60.000 slíkar dráttarvélar. Stefnt á Bandaríkjamarkað Árið 1953 setti Brown á markað tvær minni vélar, DB25 og DB30, og eina öflugri, VAD6, sem var ætlað að keppa við Ferguson og Fordson á markaði. Sá traktor Brown sem náði bestum árangri var 990-vélin og kom á markað árið 1961 og uppfærð 1967. Þegar hér var komið sögu einbeitti David Brown sér nánast eingöngu að Bandaríkjamarkaði og ætlaði sér stóra hluti þar. Svo stóra að árið 1972 neyddist hann til að selja Case þann hluta fyrirtækisins sem framleiddi dráttarvélar. Framleiðslu á David Brown-dráttarvélum var hætt árið 1988. Yrkjuvélar fluttu inn fimm DB Fyrirtækið Yrkjuvélar S.F., sem var stofnað árið 1950, flutti inn fimm David Brown-vélar til Íslands til ársins 1958. Glóbus hf - Árni Gestsson véladeild tók síðar við umboðinu og árið 1963 var efnt til hringferðar um landið til að kynna 880- og 990-gerðirnar. Vinsældir David Brown-dráttarvéla urðu aldrei miklar á Íslandi. /VH Ferguson-Brown – samstarf í molum Bændablaðið Smáauglýsingar 56-30-300 Hafa áhrif um land allt! Frá fundi skógræktarmanna. Ályktun Skógræktarfélags Íslands og skógræktarfélaga á Vestfjörðum: Haldlaus rök sögð tefja vegagerð um Teigsskóg Skógræktarfélag Íslands telur, ásamt skógræktarfélögum á Vestfjörðum, að ekki sé ástæða til að leggjast gegn vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði. Í umræðu um ráðgerðan veg hefur því m.a. verið haldið fram að nauðsynlegt sé að varðveita Teigsskóg. Telja verður að þetta séu haldlaus rök, notuð sem yfirvarp. Örlítið brot af Teigsskógi og skóglendi að vestanverðu í Þorskafirði fer undir veg samkvæmt nýjustu tillögu Vegagerðarinnar, innan við 1% af heildarflatarmáli skógarins. Skaðinn er því óverulegur. Við fyrirhugaðar framkvæmdir verður jafnmikill birkiskógur ræktaður innan héraðs til mótvægis við skerðingu í Teigsskógi. Birkiskóglendi á sunnanverðum Vestfjarðakjálkanum minnkar því ekki við gerð vegarins. Á Vestfjörðum er að finna marga fallega birkiskóga. Nýr vegur um Teigsskóg mun greiða almenningi leið að Teigsskógi til að njóta hans og annarra fallegra náttúrufyrirbæra við utanverðan Þorskafjörð. Félögin benda á að engir hafi varðveitt betur sinn upprunalega birkiskóg en Barðstrendingar. Kjarr er mjög víða í sýslunni og nánast ómögulegt að leggja vegi án þess að fara um kjarrlendi. Undanfarin tvö ár hefur Vegagerðin unnið að löngu tímabærum vegabótum vestar í sýslunni og hefur þurft að ryðja þar alls um 5 hektara birkiskógar. Til samanburðar er talið að varanleg röskun í Teigsskógi og Þorskafirði verði samtals 6,1 ha, verði farin sú veglína sem Vegagerð ríkisins kynnti nýlega. Mikil breyting á Hálsmelum á örfáum árum Hálsmelar kallast melarnir norðan Vaglaskógar í Fnjóskadal á hálsinum sem skilur dalinn og Ljósavatnsskarð. Þar voru miklar andstæður örsnauðra mela og gróskumikils birki- skógarins þegar Hálsmelar voru friðaðir 1989. Árið eftir var hafin gróðursetning í melana undir merkjum landgræðsluskógaverkefnisins. Að verkinu stóð Skógræktarfélag Fnjóskdæla. Nú hafa verið gróðursettar um 130 þúsund skógarplöntur á Hálsmelum, mest lerki. Fólk úr Fnjóskadal og nágrenni hefur unnið verkið í sjálfboðavinnu. Hin seinni ár hefur lítils háttar verið klippt af tvítoppum og unnið að annarri umhirðu. Árangurinn hefur verið mjög góður og er mikil breyting á svæðinu á örfáum árum. Hægt að ná árangri fljótt Hálsmelar eru lýsandi dæmi um hve fljótt má ná góðum árangri með skógrækt á mjög snauðu landi, sérstaklega á láglendi. Nú er kominn skógur þar sem var auðnin ein fyrir aldarfjórðungi. Land sem áður gaf ekkert af sér myndar nú verðmætan skóg sem senn fer að gefa arð. Skjólið, bætt ásýnd landsins, auðugra vistkerfi, aukið fuglalíf og fleira sem jafnan fylgir skógrækt fáum við í kaupbæti. Þetta kemur fram á vefnum skogur.is. Hálsmelar í júlí 1996. Myndir / Skógrækt ríkisins.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.